Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 17:00

Oliver Horovitz í golfi í Sádí-Arabíu

Eflaust muna margir eftir höfundi „An American Caddie in St. Andrews“, Oliver Horovitz,  sem kom hingað til Íslands í nóvember s.l. og áritaði bók sína á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: 

Oliver Horovitz á Íslandi 26. nóvember 2013, að árita bók sína „An American Caddie in St. Andrews." Mynd: Golf 1

Oliver Horovitz á Íslandi 26. nóvember 2013, að árita bók sína „An American Caddie in St. Andrews.“ Mynd: Golf 1

Hann hefir verið duglegur að ferðast um heiminn og kynna bók sína, sem ætti að vera skyldulesning allra kylfinga, en hún er mjög fróðleg og veitir frábæra innsýn inn í heim kylfusveina í „vöggu golfsins.“ (St. Andrews).

Fyrir utan Ísland ferðaðist Horovitz nú nýlega til Sádí-Arabíu og kynnti bók sína þar og var sem fyrr vel tekið.

Oliver Horovitz var vel tekið í Sádí-Arabíu

Oliver Horovitz var vel tekið í Sádí-Arabíu – Kylfingar þar höfðu mikinn áhuga á störfum bandaríska kylfusveinsins í St. Andrews. Mynd: Í einkaeigu

Líkt og hér á Íslandi hélt hann fyrirlestur um golf og margir áhugasamir um golf í Sádí-Arabíu.

Þarna gafst Horovitz tækifæri að spila golf á sádí-arabískum golfvelli sem var mjög sérstakur að því leyti að flatir hans og brautir voru úr sandi …. sannkallaður eyðimerkurvöllur í sínu tærasta formi.

Horovitz sagði í samtali við Golf 1 að upplifunin að spila sandvöllinn hefði verið ótrúleg!

Oliver Horovitz, höfundur bókarinnar „An American caddie in St. Andrews" í golfi á arabískum sandgolfvelli

Oliver Horovitz, höfundur bókarinnar „An American Caddie in St. Andrews“ í golfi á arabískum sandgolfvelli. Mynd: Í einkaeigu