Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 11:30

GA: Mikið um að vera að Jaðri s.l. helgi!

Um nýliðna helgi var mikið líf á Jaðri. Á laugardaginn var vinnudagur þar sem fjölmargir félagar í GA mættu og tóku til hendinni í skálanum og kringum skálann. Pallurinn var allur olíuborinn, ásamt borðum og stólum, tré kringum skála snyrt og felld ásamt fjölmörgum öðrum verkum.

Á sunnudaginn var svo opinn félagsfundur þar sem aðeins var farið yfir sumarið, áherslurnar á vellinum og fleira. Einnig komu í heimsókn fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í sveitastjórnarkosningum nú í vor. Kynntu þau öll sínar áherslur í íþrótta og félagsmálum og svöruðu svo spurningum úr sal. Það urðu líflegar og skemmtilegar umræður sem allir höfðu vonandi gagn og gaman af.

GA þakkar öllum þeim sem mættu kærlega fyrir komuna og hlakkar til að sjá alla aftur 🙂

Hér eru nokkrar myndir GA af vinnudeginum:

1-a-GA-1

1-a-GA-2

1-a-GA-3

1-a-GA-4