Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 10:45

Evróputúrinn: Peter Uihlein leiðir snemma dags á Open de España

Í dag hófst Open de España en það er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni að þessu sinni.

Mótsstaður er PGA Catalunya Resort, í Girona á Spáni, sem er mörgum íslenskum kylfingum, sem reynt hafa fyrir sér í Q-school Evrópumótaraðarinnar að góðu kunnur.

Snemma 1. dags er bandaríski kylfingurinn Peter Uihlein efstur er búinn að leika á 4 undir pari, á hring þar sem hann fékk m.a. glæsiörn á par-5 3. braut PGA Catalunya.

Fylgjast má með gangi mála á Open de España með því að SMELLA HÉR: