Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2014 | 16:00

Munu vinsældir golfs dvína ef Tiger verður ekki lengur nr. 1?

Það er óhjákvæmilegt að Adam Scott muni fyrr en síðar verða nr. 1 á heimslistanum og brátt verður það þannig að hann þarf ekki einu sinni að taka kylfu úr poka sínum til þess að svo verði.

Það er vegna þess að Tiger hefir ekki tekið þátt í nokkru móti frá marsbyrjun á þessu ári.

Hann hefir verið að jafna sig eftir bakuppskurð. Á vefsíðu Tiger segir að hann sé allur að koma til eða með eiginn orðum Tiger:„Ég geri allt sem ég get og hlusta á lækna mína og er að vinna í að styrkja mig og síðan verðum við bara að sjá hvernig bakið á mér verður.“

Scott hefir haft tækifæri 4 sinnum til þess að ná 1. sætinu á heimslistanum af Tiger, en ekkert hefir gengið.

Það veldur nokkrum áhyggjum að eftir áratug af sögulegum vinsældum aðallega vegna áhrifa og þokka Tiger þá kunni golfið aftur að verða 2. flokks sem aðeins höfði til takmarkaðs hóps áhangenda.

Jafnvel aðsókn að risamótum er ekki jafnmikil án Tiger.  Í apríl var áhorf á Masters það 3. minnsta í 20 ár.

The Players án Tigers hlaut minnsta áhorf í 15 ár og var það minna en 54% frá árinu áður.

Spurninginn vaknar óhjákvæmilega hvort vinsældir golfs dvíni ef Tiger verður ekki lengur nr. 1 á heimslistanum? Sumir vísa til framangreinds og telja svo vera. Sumir telja svo ekki vera; Adam Scott sé karasmatískur og áhugavert að fylgjast með honum, þegar vel gengur hjá honum.

En hvað sem öðru líður….

sá dagur mun koma að Tiger spilar lokaholuna á risamóti á ný að með sigurinn vísan og þá verða milljónir að fylgjast með á ný.