Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2014 | 07:00

Hver er kylfingurinn: Martin Kaymer? (2/7)

Áhugamannsferill Kaymer

Martin Kaymer gerðist atvinnumaður 2005 og strax á fyrsta ári sínu sem slíkur, 20 ára að aldri, vann hann fyrsta atvinnumannsmótið sitt Central German Classic sem er á þýska EPD Tour-num, sömu mótaröð og Þórður „okkar“ Rafn Gissurarson spilar á. Hann var á 19 undir pari í fyrsta móti sínu, á 197 höggum (67-64-66) og átti 5 högg á næsta keppanda.

Kaymer spilaði á fullu á EPD Tour-num, febrúar-ágúst 2006 . Hann spilaði í 14 mótum og vann 5 sigra.  Hann var meðal efstu 10 í ölum nema 2 mótum.  Kaymer var langefstur á peningalista EPD mótaraðarinnar 2006 – vann sér inn  €26,664.

Lægsti hringur hans kom á einu mótinu á EPD túrnum þ.e. í Habsburg Classic en það var þegar hann átti draumahring allra kylfinga upp á 13 undir pari, 59 högg.  Svona leit skorkort Kaymer út:

Hola 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Út 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Inn Alls
Par 4 3 4 5 4 4 4 3 5 36 4 5 3 4 4 4 3 5 4 36 72
Score 4 4 3 4 3 3 4 2 4 31 3 3 2 4 3 3 2 5 3 28 59

Vegna árangurs hans á EPD túrnum fékk Kaymer boð um að spila á Áskorendamótaröðinni, þ.e. á Vodafone Challenge mótið heima í Þýskalandi.  Hann spilaði í 8 mótum frá ágúst – október 2006 og vann aftur einum mánuði síðan í Open des Volcans í Frakklandi. Kaymer varð í 4. sæti á peningalista Áskorendamótaraðarinnar þó hann hefði aðeins spilað í 8 mótum, en hann vann sér inn €93,321 í verðlaunafé.  Hann varð meðal efstu 5 í 6 mótum og versti árangur hans var 13. sætið. Vegna þessa frábæra árangurs síns var Kaymer kominn á Evrópumótaröðina 2007.