Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2014 | 21:00

PGA: Kaymer leiðir þegar 8 holur eru eftir óspilaðar á The Players – Myndskeið af fuglum Kaymer á fyrri 9

Þýski kylfingurinn Martin Kaymer er í forystu þegar aðeins á eftir að spila 8 holur á The Players.

Kaymer er búinn að spila á samtals 14 undir pari og leikur af miklu öryggi.

Hann á 3 högg á næstu keppendur þ.e. Sergio Garcia, Jim Furyk og Jordan Spieth.

Kaymer fékk 2 fugla á fyrri 9 á lokahringnum; þ.e.þann fyrri  á 2. holu og má sjá myndskeið af því með því að SMELLA HÉR: 

Seinni fuglinn kom á 9. holu, eftir að Kaymer sló glæsihögg upp úr flatarglompu, en sjá má myndskeið af því með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að fylgjast með stöðunni á The Players SMELLIÐ HÉR: