Daníel Brooks
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2014 | 18:00

Evróputúrinn: Daníel Brooks sigraði á Madeira Islands Open

Það var Englendingurinn Daníel Brooks sem sigraði á Madeira Islands Open, móti vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Til þess að sjá kynningu Golf1.is á Brooks SMELLIÐ HÉR: 

Mótið var aðeins 2 hringja vegna þéttrar þoku sem hindraði leik fyrstu 2 mótsdagana.

Brooks var jafn Skotanum Scott Henry eftir 36 holur og því kom til bráðabana milli þeirra.

Báðir léku þeir á samtals 9 undir pari, 135 höggum; Brooks (68 67) en Henry (67 68).

Brooks vann síðan Henry á 1. holu bráðabanans, par-4 18. holunni með pari, meðan Henry fékk skolla.

Til að sjá lokastöðuna á Madeira Islands Open SMELLIÐ HÉR: