Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2014 | 09:00

Evróputúrinn: Scott Henry efstur á Madeira – mótið stytt í 36 holu mót

Í dag fer fram lokahringur Madeira Islands Open, móts vikunnar á Evrópumótaröðinni, þar sem þétt þoka hefir sett allt úr skorðum.

Nánast ekkert var hægt að spila fyrstu 2 mótsdaganna og nú hefir verið tekin sú ákvörðun að stytta mótið í 36 holu mót og fer síðari hringurinn fram í dag.

Eftir 1 spilaðan hring á Madeira Islands Open er Skotinn Scott Henry  efstur á, en hann lék á 5 undir pari, 67 höggum.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru Englendingarnir Lloyd Kennedy og Daníel Brooks.  8 kylfingar deila síðan 4. sætinu á 3 undir pari, 69 höggum þ.á.m. austurríski kylfingrinn Martin Wiegele.

Til þess að sjá stöðuna eftir fyrri keppnisdag Madeira Islands Open SMELLIÐ HÉR: