Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2014 | 07:00

LET: Spilkova leiðir á Turkish Airlines Ladies Open

Það er tékkneska golfstjarnan Klara Spilkova sem leiðir fyrir lokahring Turkish Airlines Ladies Open, sem fram fer í National Golf Club í Belek, í Antalya, Tyrklandi.

Mótið stendur 8.-11. maí og lýkur því í dag. Lokahringurinn er þegar hafinn.

Spilkova er samtals búin að spila á 7 undir pari, 139 höggum.  Í 2. sæti er hin skoska Vikki Laing aðeins 1 höggi á eftir.

Það er síðan dönsk stúlka Malene Jörgensen sem er í 3. sæti á samtals 5 undir pari. Hin franska Valentine Derrey er síðan í 4. sæti og fast á hæla hennar eru Solheim Cup stjarnan Charley Hull og nokkuð óþekktari skosk stúlka Heather Macrae.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Turkish Airlines Ladies Open SMELLIÐ HÉR: