Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2014 | 15:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Peter Malnati (8/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 18. sæti, en það er  Peter Malnati

Malnati lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 34. sæti, þ.e. bætti stöðu sína ekki.

Peter Malnati fæddist 13. júní 1987 og er því 26 ára. Malnati sagðist hafa byrjað í golfi vegna klikkaðs nágranna síns, sem var illilega með golfbakteríuna.  Hann smitaðist.  Malnati útskrifaðist síðan frá University of Misouri árið 2009 með gráðu í samskiptum (ens. communications) og eftir að hafa spilað í 4 ár í bandaríska háskólagolfinu. Hann varð eins og segir í 18. sæti á peningalista Web.com og hlaut þannig kortið sitt á PGA Tour.

Besti árangur hans hingað til á PGA Tour er 14. sætið á Puerto Rico Open. Hann á hins vegar nokkuð sérstakt met á PGA Tour en það er fyrir lægsta meðaltalsskor á lokahring, sem er undir 66.  Það hjálpar til að hann hefir aðeins 3 sinnum komist í gegnum niðurskurð en allir lokahringir hans hafa verið upp á 65 einu sinni og tvisvar 66. Skyldi hann borða eitthvað sérstakt á sunnudögum fyrir lokahringinn?  Menn undrast á þessari góðu frammistöðu á lokahringjunum; hann þarf bara að leggja meira upp úr að komast oftar í spil á sunnudögum en sem stendur er hann nr. 141. á peningalista PGA Tour.

Malnati er nr. 320 á heimslistanum.

Malnati er mikill aðdáandi Kansas City Royals og helsti styrktaraðili hans er MLB.com. Malnati er líka nokkuð duglegur að blogga um reynslu sína á PGA Tour.  Sjá með því að SMELLA HÉR: