Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2014 | 09:45

400 manns skráðir í 8 mót í dag

8 mót eru í boði fyrir kylfinga á landinu í dag – reyndar aðeins 5,  því þar af eru 3 innanfélagsmót.

Þátttakendur í mótunum eru 400 þar af 30 kvenkylfingar, en áhyggjuefni er að verða hversu fáir kvenkylfingar taka þátt í opnum mótum!  Í dag eru þær aðeins 7,5% þátttakenda í mótum, sem í boði eru.

Mótin eru eftirfarandi:

1.  Opna Veiðarfæraþjónustan hjá GG – Texas Scramble  52 tveggja manna lið skráð til leiks þ.e. 104 (5) kylfingar

2. Opna skemmu styrktarmótið hjá GVS – 61 (4)  kylfingur skráður til leiks – punktamót með verðlaun fyrir besta skor

3. Opið mót Brautarholti Kjalarnes hjá GBR – 25 (0) skráðir til leiks – punktakeppni

4. Kríumótið hjá GST – 18 (1) kylfingar skráðir til leiks – punktakeppni

5. Böddabitamótið hjá GV – 49 (4) kylfingar skráðir til leiks – punktakeppni

6. Vallaropnunarmótið hjá GOS – INNANFÉLAGSMÓT – 21 skráðir til leiks (2) – punktakeppni

7. Húsmótið hjá GL – INNANFÉLAGSMÓT – 53 (8) skráðir til leiks – punktakeppni með verðlaun fyrir besta skor

8. BYKO vormót hjá NK – INNANFÉLAGSMÓT – 69 (6)  skráðir til leiks – punktakeppni með verðlaun fyrir besta skor