Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2014 | 23:00

PGA: Kaymer leiðir enn í hálfleik the Players – Spieth höggi á eftir

Þýski kylfingurinn Martin Kaymer heldur forystunni eftir 2. dag the Players Championship.

Hann er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 132 höggum (63 69).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Jordan Spieth. Þeir tveir eru í nokkurri sérstöðu en sá sem er í 3. sæti, Russel Henley er á samtals 8 undir pari.

Adam Scott komst í gegnum niðurskurð; átti hring upp á 67 og fór upp um hvorki meira né minna en 69 sæti og 10 högga sveifla milli hringja hjá honum!  Scott er nú í 64. sæti og spilar um helgina.  Skyldi honum takast að ná 16. sætinu og þar með 1. sætinu á heimslistanum af Tiger?

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru Louis Oosthuizen,  Phil Mickelson og Keegan Bradley 

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag The Players Championship SMELLIÐ HÉR: