sem sigraði höggleikinn í Opna Sumardagurinn fyrsti mót GKJ 2012, í gær.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2014 | 20:00

Arnar Unnarsson fór holu í höggi með Mogga-lukkubolta!

Arnar Unnarsson á Morgunblaðinu fór holu í höggi á 13. braut Korpunnar.

Boltinn sem varð honum til lukku var merktur Morgunblaðinu og má sjá á mynd af honum hér að neðan!

Bolti Arnars sem rataði í holuna á 13. braut Korpunnar merktur Morgunblaðinu

Bolti Arnars sem rataði í holuna á 13. braut Korpunnar merktur Morgunblaðinu

Um afrekið skrifaði Arnar eftirfarandi á facebook síðu sína:

Jæja það kom að því….“HOLE IN ONE“ 13. braut Korpan 97 metrar 52′ wedge…..leit undan fannst höggið vera of stutt…svo byrjuðu félagarnir að hoppa og öskra….
vil þakka mömmu og Hjötta bró já og öllum sem hafa stutt mig í þessu stríði og að sjálfsögðu með Moggabolta.“

Arnar er 46 ára, í GR og frábær kylfingur í alla staði, langt umfram það sem lág forgjöf hans upp á 6 gefur til kynna – hann er einstaklega skemmtilegur golffélagi.

Golf 1 óskar Arnari innilega til hamingju með draumahöggið!

Innilega til hamingju með ásinn Arnar!

Innilega til hamingju með ásinn Arnar!