PGA: Mickelson pirraður á 1. hring á Players
Phi Mickelson á erfitt verk fyrir höndum ef hann ætlar sér að spila á The Players meistaramótinu nú um helgina.
Mickelson lék TPC Sawgrass Stadium golfvöllinn á 3 yfir pari, 75 höggum, sem er hæsta skor hans frá því að lokahring hans 2009 í mótinu, en þá var hann á 76 höggum.
Mickelson fékk m.a. 4 skolla og 11 feta pútt á 4. holu sem rataði ofan í var eini fuglinn hans á opnunarhring hans á The Players.
Mickelson sem sigraði á The Players 2007 hitti aðeins 8 brautir og 13 flatir á tilskyldum höggafjölda og þarfnaðist 33 pútta.
„Völlurinn er mjúkur og það er fullt af fuglafærum,“ sagði Mickelson. „Jamm, þetta eru vonbrigði og pirrandi.“
„Ég veit ekki, ég viet ekki,“ sagði Mickelson aðspurður af hverju hann hefði ekki nýtt tækifærin betur. „Mér finnst enginn sérstakur partur leiks míns slæmur, ég á bara erfitt með að sjá boltann fyrir mér fara í holu og fá hann ofan í.“
Varðandi það sem framundan er í dag sagði Mickelson: „Ég verð bara að fara út og reyna að spila eins vel og ég get og sjá hversu lágt ég kemst. En ég hef í raun ekki áhyggjur af þessu, þetta er bara ekki að smella í augnablikinu.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
