Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2014 | 03:00

PGA: Glæsiörn Justin Leonard – Högg 1. dags á the Players – Myndskeið

Það var Justin Leonard sem átti högg 1. dags á The Players, en það var glæsiörn, sem flaug beint ofan í holu hjá honum!

Reyndar var höggið svo mikið þegar boltinn lenti ofan í holunni að holan skemmdist og gera varð við hana.

Leonard er fæddur 15. júní 1972 og er því 41 árs. Hann á að baki 12 sigra á PGA Tour þ.á.m. sigraði hann eftirminnilega í The Players mótinu 1998.

Hér má sjá myndskeiðið af glæsierni Justin Leonard, þ.e.  höggi 1. dags á The Players 2014 SMELLIÐ HÉR: