PGA: Kaymer efstur á The Players – Hápunktar 1. dags
Mikið af umræðunni fyrir 1. hring Players snerist um þá 4 sem gætu velt Tiger úr 1. sæti heimslistans. Eftir hringinn er ekki margt sem lítur út fyrir að svo verði í nánustu framtíð.
Sá sem stal senunni var fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Martin Kaymer, sem jafnaði í kvöld vallarmetið á TPC Sawgrass Stadium golfvellinum, með hring upp á 9 undir pari, 63 höggum og er í 1. sæti í fyrsta skipti í langan tíma.
Kaymer hefir á undanförnum misserum verið á hraðferð niður heimslistann (er sem stendur í 61. sæti listans). Hann hefir unnið hörðum höndum að sveiflubreytingum hjá sér og það hefir tekið sinn toll í mótum sem hann hefir leikið í. Venjuleg sveifla hans er hátt fade en hann byrjaði að vinna í sveiflu með áherslu á „dragi“ (ens. draw) þannig að hann væri betur í stakk búinn að keppa á the Masters.
Kaymer er sá fyrsti til þess að ná 29 höggum (7 fuglum) á fyrri 9 á meistaraverki Pete Dye (reyndar hefir enginn náð að vera á 29, hvorki á fyrri né seinni 9 áður).
Kaymer hóf keppni á 10. teig og var á ágætis skori eftir sínar fyrri 9 (þ.e. seinni 9 á TPC Sawgrass) 2 undir pari, 34 höggum. Hann átti síðan metskorið sitt, 29 högg á seinni 9 sínum (en fyrri 9 á vellinum).
Það gekk bara allt upp hjá Kaymer; honum tókst að halda boltanum í leik, á þessum velli þar sem nákvæmni er meira virði en högglengd. Allt virkaði fyrir hann frá teig að flöt og hann var T-3 hvað varðaði nákvæmni í drævum og nr. 1 í að hitta flatir á tilskyldum höggafjölda (ens.: best in GIR = Greens in Regulation), sem er aðalatriðið á TPC Sawgrass. Þetta á reyndar við um alla velli en sérstaklega TPC Sawgrass!
Kaymer sagði eftir hringinn glæsilega að hann hefði ekkert vitað að hann hefði verið að jafna vallarmetið á 9. flöt (síðustu flöt dagsins hjá honum) hann hefði aðeins vitað að hann hefði verið að spila einn besta hring ævi sinnar!
Reyndar er þetta ekki lægsta skor Kaymer. Hann átti draumahring allra kylfinga í júní 2006, upp á 59 högg á 3. klassa EPD túrnum þýska í Evrópu (sömu mótaröð og Þórður Rafn „okkar“ Gissurarson spilar á), en það er lægsta skor Kaymer til þessa. En vallarmet á TPC Sawgrass (63 högg) í sjálfu Players mótinu á PGA Tour er kannski enn glæsilegra!
Mót á borð við the Players og reyndar flest öll önnur mót vinnast samt ekki á 1. degi. Af þeim sem eiga vallarmetið með Kaymer (Greg Norman, Fred Couples og Roberto Castro) var aðeins Norman sem tókst að sigra í mótinu eftir glæsihring sinn upp á 63 högg. Kannski Kaymer takist loks að sigra aftur?
Á hæla honum eru Russel Henley, sem lék á 7 undir pari, 65 höggum og síðan Sang-Moon Bae sem er í 3. sæti á 6 undir pari, 66. höggum.
Margir (8) kylfingar léku á 5 undir pari 67 höggum þ.á.m Lee Westwood, Sergio Garcia, Jordan Spieth og Justin Rose.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag The Players SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 1. dags The Players SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
