Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Benjamin Alvarado (7/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 19. sæti, en það er  Benjamin Alvarado

Alvarado lék ekki eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og því bætti hann stöðu sína ekkert.

Benjamin Alvarado frá Chile

Benjamin Alvarado frá Chile

Benjamín Alvarado fæddist 2. september 1985 í Santiago, Chile og er því 28 ára.

Alvarado spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Arizona State University og hlaut All-American heiðursviðurkenningu árin 2006 og 2007.

Alvarado gerðist atvinnumaður í golfi 2007.

Alvarado spilaði síðan á Challenge Tour árin 2008 og 2009; á Tour de las Américas, sigraði tvisvar 2011 og varð í 2. sæti á peningalistanum. Síðan spilaði Alvarado á Canadian Tour, varð 3. á peningalistanum þar 2011; og svo spilaði hann einnig á PGA Tour Latinoamérica, þar sem hann varð í 23. sæti á peningalistanum 2012.

Alvarado sigraði síðan í fyrra Brasil Classic á Web.com Tour og vann sér þanig inn kortið sitt á PGA Tour. Alvarado er fyrsti sigurvegarinn á Web.com Tour og komst inn í mótið í Brasilíu á síðustu mínutu sem standby varamaður.  Alvarado er fyrsti kylfingurinn frá Chile til þess að vinna sér inn kortið sitt á PGA Tour.