17. flötin á TPC Sawgrass Tölfræði um The Players
The Players meistaramótið er mót vikunnar á PGA Tour. Og hvort sem ykkur finnst nú The Players Championship vera verðugt 5. risamót eins og margir halda fram eða sé bara eins og hvert annað mót á PGA Tour með stjörnukylfingakraðaki þá er eitt víst að sigurvegarinn í mótinu er nánast alltaf meðal topp-100 á heimslistanum. Það þarf að fara allt aftur 12 ár þar til finnst leikmaður sem ekki hefir verið meðal efstu 100 á heimslistanum, en það er Craig Perks sem sigraði á the Players 2002 og var í 199. sæti á heimslistanum.
Staða sigurvegara the Players á heimslistanum: 2007-2013
| Ár | Leikmaður | Staða á heimslista |
| 2013 | Tiger Woods | 1 |
| 2012 | Matt Kuchar | 16 |
| 2011 | K.J. Choi | 34 |
| 2010 | Tim Clark | 40 |
| 2009 | Henrik Stenson | 9 |
| 2008 | Sergio Garcia | 18 |
| 2007 | Phil Mickelson | 3 |
Í fyrra, 2013 dugðu Tiger Woods 13-undir pari, 275 högg til þess að sigra Kevin Streelman, David Lingmerth og Jeff Maggert með 2 höggum. Woods var 3. sigurvegari mótsins í röð til þess að vera með 13 undir pari sigurskor og er 2. sigurvegarinn í röð til þess að vera með 70 í lokaskor, lokahringinn. En Woods, Matt Kuchar árið 2012 og K.J. Choi árið 2011 got there in different ways.
Smá tölfræði um síðustu 3 sigurvegara the Players
| Ár | Sigurvegari | Nákvæmni | Flatir á tilskyldum höggafjölda GIR | Scramblað (pörum bjargað) | Höggum bjargað með púttum |
| 2013 | Tiger Woods | 67.86 (T-19) | 76.39 (T-3) | 70.59 (6) | .445 (38) |
| 2012 | Matt Kuchar | 62.50 (T-37) | 76.31 (T-3) | 63.16 (21) | 2.09 (2) |
| 2011 | K.J. Choi | 71.34 (T-10) | 69.44 (T-21) | 77.27 (3) | 2.05 (2) |
Choi og Kuchar áttu sínar stjörnustundir með pútternum, meðan Tiger var bara svona í meðallagi á flötunum. Tiger og Kuchar hins vegar voru meðal þeirra bestu meðal þátttakenda hvað varðar að vera inn á flöt í tilskyldum höggafjölda, og Tiger og Choi voru stjörnuskramblerar!
Það að vera á tilskyldum höggafjölda inn á flöt hefir alltaf verið lykil tölfræðiatriði fyrir Players meistarann. S.l. 10 ár hefir sigurvegarinn líka verið meðal efstu 4 í mótum hvað snertir að vera inn á flöt á tilskyldum höggafjölda. Allt frá árinu 1982, þegar fyrst var farið að halda um tölfræði, voru 10 Players meistarar sem leiddu hvað snerti að vera inn á flöt á tilskyldum höggafjölda (ens. GIR stutt fyrir Greens in Regulation).
Sigurvegarar Players sem staðið hafa sig hvað best í að vera á tilskyldum höggafjölda á flöt
| Ár | Leikmaður | Hittar flatir |
| 2008 | Sergio Garcia | 56 |
| 2006 | Stephen Ames | 52 |
| 2005 | Fred Funk | 58 |
| 2004 | Adam Scott | 54 |
| 2000 | Hal Sutton | 54 |
| 1993 | Nick Price | 61 |
| 1991 | Steve Elkington | 64 |
| 1988 | Mark McCumber | 57 |
| 1985 | Calvin Peete | 57 |
| 1982 | Jerry Pate | 54 |
Með þetta í huga lítum á þá sem leiða sem stendur í GIR. Hópurinn sem heild hefir haft lítinn árangur sem erfiði á TPC Sawgrass. Af 8 leikmönnum sem eru meðal þátttakenda í Players mótinu 2014 er aðeins Ryan Palmer sem hefir átt topp-10 niðurstöðu á Ponte Vedra.
Þeir sem leiða á PGA Tour hvað snertir GIR (Greens in Regulation) eða að vera í tilskyldum höggafjölda inni á flöt
| GIR rönkun | Leikmaður | GIR Pct. | Á Players | Skitpi sem tekið hefir verið þátt í Players |
| 1 | Graham DeLaet | 72.06 | Já | 2 |
| 2 | Chad Campbell | 72.63 | Nei | |
| 3 | Harris English | 71.71 | Já | 2 |
| 4 | Dustin Johnson | 70.77 | Já | 6 |
| 5 | Justin Hicks | 70.37 | Já | 0 |
| 6 | Boo Weekley | 70.28 | Já | 7 |
| 7 | Ryan Moore | 70.28 | Já | 7 |
| 8 | John Merrick | 70.20 | Já | 6 |
| 9 | Ryan Palmer | 70.00 | Já | 8 |
| 10 | Andrew Svoboda | 69.97 | Varamaður | 0 |
Strax á eftir Svoboda er Masters sigurvegarinn Bubba Watson í 11. sæti á GIR listanum og ekki langt á eftir er Sergio Garcia. Spánverjinn hefir harmað vanhæfni sína til að sigra í risamóti en hann hefir ekki átt í miklum vandræðum á The Players, en hann sigraði 2008 á TPC Sawgrass. Hann varð í 2. sæti á eftir Phil Mickelson árinu áður og er einn af 12 leikmönnum sem þátt taka í ár, sem eru með skor undir pari í Players í 20 eða fleiri hringjum á TPC Sawgrass.
Lægsta meðaltalsskor á TPC Sawgrass í 20 eða fleiri hringjum
| Leikmaður | Meðaltalsskor | Hringir |
| Henrik Stenson | 71.18 | 28 |
| Martin Kaymer | 71.35 | 20 |
| Luke Donald | 71.42 | 38 |
| Zach Johnson | 71.44 | 34 |
| Matt Kuchar | 71.45 | 29 |
| Ben Crane | 71.56 | 32 |
| Adam Scott | 71.64 | 42 |
| Sergio Garcia | 71.71 | 52 |
| Hunter Mahan | 71.83 | 23 |
| Jeff Overton | 71.85 | 20 |
| J.B. Holmes | 71.96 | 24 |
| Phil Mickelson | 71.96 | 70 |
Þetta er ansi flottur listi en aðeins 5 af þessum leikmönnum – Stenson, Kuchar, Scott, Garcia og Mickelson – hafa sigrað á Players. Fjórir kylfinganna hafa sigrað á risamóti: Kaymer, Johnson, Scott og Mickelson.
Þegar litið er nánar á Mickelson, sem er að nálgast að hafa tekið þátt í 500 mótum á PGA Tour (en the Players er498. mótið sem hann spilar í á PGA Tour), þá er vert að taka fram að Lefty er einn af 7 leikmönnum sem hafa sigrað á the Players, the U.S. Amateur og á risamóti.
Leikmenn sem sigrað hafa á the Players, the U.S. Amateur og unnið risatitil
| Leikmaður | TPC sigur | Amateur sigur | Fjöldi sigra í risamótum |
| Justin Leonard | 1998 | 1992 | 1 |
| Phil Mickelson | 2007 | 1990 | 5 |
| Jack Nicklaus | 1974, 76, 78 | 1956, 61 | 18 |
| Jerry Pate | 1982 | 1974 | 1 |
| Hal Sutton | 2000 | 1980 | 1 |
| Lanny Wadkins | 1979 | 1970 | 1 |
| Tiger Woods | 2001, 13 | 1994, 95, 96 | 14 |
Hér að lokum er listi yfir þá leikmenn sem eru að spila í fyrsta sinn eftir þátttöku Masters risamótinu
Leikmenn sem eru að spila í fyrsta móti sínu frá því á the Masters risamótinu
| Leikmaður | Árangur á Masters | Staða á heimslista | Staðan eftir Masters |
| Adam Scott | T-14 | 2 | 2 |
| Bubba Watson | Won | 4 | 4 |
| Sergio Garcia | MC | 9 | 7 |
| Dustin Johnson | MC | 13 | 13 |
| Steve Stricker | T-31 | 16 | 15 |
| Joost Luiten | T-26 | 41 | 44 |
Að síðustu: Það er ekki hægt að skrifa grein um the Players Championship án þess að minnast á hina frægu 17. holu á TPC Sawgrass’ Stadium golvellinum. Par-3 holan með eyja-flötina, sem er einkenni Sawgrass, fær hjartað til að slá hraðar en er í raun sú par-3 hola sem flestir leikmenn ná oftast að vera á flöt á tilskyldum höggafjölda. Púttin þar eru hins vegar annað mál. Frá árinu 2003 hefir 304 verið þrípúttað eða verra í The Players, nokkuð sem ekki á að sjást meðal þeirra bestu í heimi og þetta er 2. versti árangur þeirra á nokkurri holu TPC Sawgrass.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
