17. flötin á TPC Sawgrass
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2014 | 13:00

Tölfræði um The Players

The Players meistaramótið er mót vikunnar á PGA Tour.  Og hvort sem ykkur finnst nú The Players Championship vera verðugt 5. risamót eins og margir halda fram eða sé bara eins og hvert annað mót á PGA Tour með stjörnukylfingakraðaki þá er eitt víst að sigurvegarinn í mótinu er nánast alltaf meðal topp-100 á heimslistanum.  Það þarf að fara allt aftur 12 ár þar til finnst leikmaður sem ekki hefir verið meðal efstu 100 á heimslistanum, en það er Craig Perks sem sigraði á the Players 2002 og var í 199. sæti á heimslistanum.

Staða sigurvegara the Players á heimslistanum: 2007-2013

 Ár Leikmaður Staða á heimslista
 2013 Tiger Woods 1
 2012 Matt Kuchar 16
 2011 K.J. Choi 34
 2010 Tim Clark 40
 2009 Henrik Stenson 9
 2008 Sergio Garcia 18
 2007 Phil Mickelson 3

Í fyrra, 2013 dugðu Tiger Woods 13-undir pari,  275 högg til þess að sigra Kevin Streelman, David Lingmerth og Jeff Maggert með 2 höggum.  Woods var 3. sigurvegari mótsins í röð til þess að vera með 13 undir pari sigurskor og er 2. sigurvegarinn í röð til þess að vera með 70 í lokaskor, lokahringinn.  En Woods, Matt Kuchar árið 2012 og K.J. Choi árið 2011 got there in different ways.

Smá tölfræði um síðustu 3 sigurvegara the Players

 Ár Sigurvegari Nákvæmni Flatir á tilskyldum höggafjölda GIR  Scramblað  (pörum bjargað) Höggum bjargað með púttum 
 2013 Tiger Woods 67.86 (T-19) 76.39 (T-3) 70.59 (6) .445 (38)
 2012 Matt Kuchar 62.50 (T-37) 76.31 (T-3) 63.16 (21) 2.09 (2)
 2011 K.J. Choi 71.34 (T-10) 69.44 (T-21) 77.27 (3) 2.05 (2)

Choi og Kuchar áttu sínar stjörnustundir með pútternum, meðan Tiger var bara svona í meðallagi á flötunum. Tiger og Kuchar hins vegar voru meðal þeirra bestu meðal þátttakenda hvað varðar að vera inn á flöt í tilskyldum höggafjölda, og Tiger og Choi voru stjörnuskramblerar!

Það að vera á tilskyldum höggafjölda inn á flöt hefir alltaf verið lykil tölfræðiatriði fyrir Players meistarann. S.l. 10 ár hefir sigurvegarinn líka verið meðal efstu 4 í mótum hvað snertir að vera inn á flöt á tilskyldum höggafjölda.  Allt frá árinu 1982, þegar fyrst var farið að halda um tölfræði, voru 10 Players meistarar sem leiddu hvað snerti að vera inn á flöt á tilskyldum höggafjölda (ens. GIR stutt fyrir Greens in Regulation).

Sigurvegarar Players sem staðið hafa sig hvað best í að vera á tilskyldum höggafjölda á flöt

 Ár Leikmaður Hittar flatir
 2008 Sergio Garcia 56
 2006 Stephen Ames 52
 2005 Fred Funk 58
 2004 Adam Scott 54
 2000 Hal Sutton 54
 1993 Nick Price 61
 1991 Steve Elkington 64
 1988 Mark McCumber 57
 1985 Calvin Peete 57
 1982 Jerry Pate 54

Með þetta í huga lítum á þá sem leiða sem stendur í GIR. Hópurinn sem heild hefir haft lítinn árangur sem erfiði á TPC Sawgrass. Af 8 leikmönnum sem eru meðal þátttakenda í Players mótinu 2014 er aðeins Ryan Palmer sem hefir átt topp-10 niðurstöðu á Ponte Vedra.

Þeir sem leiða á PGA Tour hvað snertir GIR (Greens in Regulation) eða að vera í tilskyldum höggafjölda inni á flöt

 GIR  rönkun Leikmaður GIR Pct. Á Players Skitpi sem tekið hefir verið þátt í Players
 1 Graham DeLaet 72.06 2
 2 Chad Campbell 72.63 Nei
 3 Harris English 71.71 2
 4 Dustin Johnson 70.77 6
 5 Justin Hicks 70.37 0
 6 Boo Weekley 70.28 7
 7 Ryan Moore 70.28 7
 8 John Merrick 70.20 6
 9 Ryan Palmer 70.00 8
 10 Andrew Svoboda 69.97 Varamaður 0

Strax á eftir Svoboda er Masters sigurvegarinn Bubba Watson í 11. sæti á GIR listanum og ekki langt á eftir er Sergio Garcia. Spánverjinn hefir harmað vanhæfni sína til að sigra í risamóti en hann hefir ekki átt í miklum vandræðum á The Players, en hann sigraði 2008 á TPC Sawgrass. Hann varð í 2. sæti á eftir Phil Mickelson árinu áður og er einn af 12 leikmönnum sem þátt taka í ár, sem eru með skor undir pari í Players í 20 eða fleiri hringjum á TPC Sawgrass.

Lægsta meðaltalsskor á TPC Sawgrass í 20 eða fleiri hringjum

 Leikmaður Meðaltalsskor Hringir
 Henrik Stenson 71.18 28
 Martin Kaymer 71.35 20
 Luke Donald 71.42 38
 Zach Johnson 71.44 34
 Matt Kuchar 71.45 29
 Ben Crane 71.56 32
 Adam Scott 71.64 42
 Sergio Garcia 71.71 52
 Hunter Mahan 71.83 23
 Jeff Overton 71.85 20
 J.B. Holmes 71.96 24
 Phil Mickelson 71.96 70

Þetta er ansi flottur listi en aðeins 5 af þessum leikmönnum – Stenson, Kuchar, Scott, Garcia og Mickelson – hafa sigrað á Players. Fjórir kylfinganna hafa sigrað á risamóti: Kaymer, Johnson, Scott og Mickelson.

Þegar litið er nánar á Mickelson, sem er að nálgast að hafa tekið þátt í 500 mótum á PGA Tour (en the Players er498. mótið sem hann spilar í á PGA Tour), þá er vert að taka fram að Lefty er einn af 7 leikmönnum sem hafa sigrað á the Players, the U.S. Amateur og á risamóti.

Leikmenn sem sigrað hafa á the Players, the U.S. Amateur og unnið risatitil

 Leikmaður TPC sigur Amateur sigur Fjöldi sigra í risamótum
 Justin Leonard 1998 1992 1
 Phil Mickelson 2007 1990 5
 Jack Nicklaus 1974, 76, 78 1956, 61 18
 Jerry Pate 1982 1974 1
 Hal Sutton 2000 1980 1
 Lanny Wadkins 1979 1970 1
 Tiger Woods 2001, 13 1994, 95, 96 14

Hér að lokum er listi yfir þá leikmenn sem eru að spila í fyrsta sinn eftir þátttöku Masters risamótinu

Leikmenn sem eru að spila í fyrsta móti sínu frá því á the Masters risamótinu

 Leikmaður Árangur á Masters Staða á heimslista Staðan eftir Masters
 Adam Scott T-14 2 2
 Bubba Watson Won 4 4
 Sergio Garcia MC 9 7
 Dustin Johnson MC 13 13
 Steve Stricker T-31 16 15
 Joost Luiten T-26 41 44

Að síðustu: Það er ekki hægt að skrifa grein um  the Players Championship án þess að minnast á hina frægu 17. holu á TPC Sawgrass’ Stadium golvellinum. Par-3 holan með eyja-flötina, sem er einkenni Sawgrass, fær hjartað til að slá hraðar en er í raun sú par-3 hola sem flestir leikmenn ná oftast að vera á flöt á tilskyldum höggafjölda.  Púttin þar eru hins vegar annað mál.  Frá árinu 2003 hefir 304 verið þrípúttað eða verra í The Players, nokkuð sem ekki á að sjást meðal þeirra bestu í heimi og þetta er 2. versti árangur þeirra á nokkurri holu TPC Sawgrass.