Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 21:00

Afrekskylfingar GSÍ í æfingabúðum á Akranesi

Helstu afrekskylfingar Íslendinga í golfi voru í æfingabúðum GSÍ á Garðavelli á Akranesi nú um helgina.

Aðstæður voru að sögn landsliðsþjálfarans, Úlfars Jónssonar, afar krefjandi í gær, laugardaginn 3. maí 2014, en í mikil  blíða, nú í dag, sunnudaginn 4. maí 2014.

Úlfar sagði Garðavöll líta afar vel út og hvetur alla kylfinga til kíkja þangað.

Flatirnar séu þegar orðnar frábærar þó vorið sé nýkomið, sagði hann.

Ásamt Úlfari voru Brynjar Eldon og Birgir Leifur Hafþórsson með afrekskylfingunum.