JB Holmes
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 22:30

PGA: JB Holmes sigraði á Wells Fargo mótinu

Bandaríkjamaðurinn JB Holmes stóð uppi sem sigurvegari á Wells Fargo mótinu í Quail Hollow í Norður-Karólínu.

Hann lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (70 67 66 71).

Aðeins 1 höggi á eftir varð Jim Furyk á 13 undir pari, 275 höggum (72 69 69 65).

Í 3. sæti varð Martin Flores (á samtals 12 undir pari); í 4. sæti Jason Bohn (á samtals 11 undir pari) og í 5. sæti varð síðan Justin Rose (á samtals 10 undir pari).

Phil Mickelson átti skelfilegan lokahring (76 högg) og fór úr 2. sætinu, sem hann var í fyrir lokahringinn, niður í það 11. sem hann deildi með Kevin Chappell og Michael Thompson.

Til þess að sjá lokastöðuna á Wells Fargo mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. hrings á Wells Fargo SMELLIÐ HÉR:  (Verður sett inn um leið og PGA hefir sett saman myndskeið).