Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 08:30

Evróputúrinn: Aguilar sigraði í Singapúr

Það var Felipe Aguilar frá Chile sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á Evróputúrnum, The Championship at Laguna National, í Laguna National G&CC, í Tampines, Singapúr.

Þetta er fyrsti sigur Aguilar á Evróputúrnum.

Hann var að vonum kátur með sigurinn og sagði m.a. að honum loknum: „Í gær (þ.e. laugardag) átti ég ekki góðan hring og þegar maður dettur svona langt aftur þá telur maður sig ekki eiga sjéns,“ en hann var í forystu þar til hann fékk skramba á 13. holu eftir að fara í vatn. „Í dag var eftir 9 holur var ég 2 höggum á fetir og vissi að ég yrði að kafa djúpt inn í sjálfan mig og slá boltann með bestum hætti í hvert skipti og slá í hvert sinn á pinna.“

„Að fara 8 undir á síðustu 9 er ansi sterkt sérstaklega þegar ég náði þessu á 18. holu. Það var mjög, mjög sérstakt,“ sagði Aguilar, sem var með 6 fugla og 1 örn (á 18.) á síðustu 9 í mótinu!!!

„Það var mjög sérstakt að ljúka mótinu svona,“ sagði Aguilar, sem það var svo sannarlega!!!

Sigurskor Aguilar var 22 undir pari, 266 högg (65 67 72 62).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir voru Bandaríkjamaðurinn David Lipsky og Daninn Anders Hansen, báðir á 21 undir pari,  267 höggum; Lipsky (64 68 70 65) og Hansen (67 66 67 67).

Í 4. sæti varð Indverjinn Rahil Gangjee á samtals 19 undir pari og í 5. sæti varð Englendingurinn Chris Wood á samtals 18 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á  The Championship at Laguna National í Singapúr SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á  The Championship at Laguna National í Singapúr SMELLIÐ HÉR: