LPGA: Lee og Lewis leiða fyrir lokahringinn í Texas
Það eru Meena Lee frá Suður-Kóreu og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Stacy Lewis, sem eru í efsta sæti á North Texas LPGA Shootout Presented by JTBC.
Báðar eru þær Lee og Lewis búnar að spila á samtals 9 undir pari, 204 höggum.
Lewis var með 3 fugla og 1 skolla í hring sínum upp á 69 og var komin í 9 undir par á par-4 12. holu. Það var ekki fyrr en á 14. holu þegar Lee fékk skolla að þær voru jafnar.
„Þetta var pirrandi“ sagði Lewis. „Ég var að slá boltann virkilega, virkliega vel í dag og gaf sjálfri mér fullt af tækifærum og hitti fullt af góðum púttum Veistu suma daga fara þeir í, aðra daga ekki. En ég hlakka til morgundagsins (þ.e. lokadagsins í dag) til þess að sjá hversu sólíd slátturinn hjá mér verður . Það verður svo sannarlega „shootout“ á morgun!“
M.ö.o. Lewis lofar hörkukeppni!
Lewis hefir í ótal mótum verið í forystu fyrir lokahringinn en glutrað henni (forystunni) síðan niður og lokaholunum.
„Ég hef komið mér í þessa stöðu svo oft (þ.e. að vera í forystu) þannig að það er að verða að vana sem er fínt,“ sagði Lewis en tjáði sig síðan ekkert um að í kjölfarið missir hún forystuna. Það verður spennandi að fylgjast með hvort henni tekst nú loks að vinna í kvöld en hún hefir ekki sigrað í móti fyrr en síðast á Ricoh Women´s British Open risamóti kvenna í fyrra.
Síðast sigur Meenu Lee á LPGA var 2006 þ.e. fyrir 8 árum síðan á Fields Open í Hawaii, sbr.:
„Minn síðasti (sigur) kom 2006,“ sagði Lee. „Það er svolítið síðan. Ég er mjög spennt og svolítið stressuð en ég nýt virkilega stundarinnar.“
„Norska frænka okkar“ Suzann Pettersen var á 3 undir pari, 68 höggum á 3. hring með 4 fugla og skolla og staðsetti sig vel í 3. sætið , aðeins 1 höggi á eftir Lee og Lewis. Hún ætlar svo sannarlega að berjast til sigurs en sagðist telja að skor hennar yrði að vera mjög lágt í dag til þess að það tækist! Suzanne er sem stendur nr. 4 á heimslista kvenna (á eftir nr. 1 Inbee Park; nr. 2 Lydiu Ko og nr. 3 Stacy Lewis).
Aðrar sem deila 2. sætinu með Pettersen eru þær Dori Carter(í 188. sæti á Rolex-heimslistanum) – frá Bandaríkjunum og Julieta Granada, (nr. 75 á Rolex-heimslistanum) frá Paraguay, líka aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum. Báðar mæta eflaust grimmar til leiks, enda á höttunum eftir 1. sigri sínum á LPGA.
Það stefnir því í æsispennandi baráttu í kvöld í kvennagolfinu!
Til þess að sjá heildarstöðuna á North Texas LPGA Shootout Presented by JTBC eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
