Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Wes Roach (4/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 22. sæti, en það er Bandaríkjamaðurinn Wes Roach.  (Úff það hefir örugglega ekki verið auðvelt að vaxa úr grasi með þetta eftirnafn í Bandaríkjunum en fyrir þá sem ekki vita það þýðir roach, kakkalakki!)

Roach lék eins og efstu 25 af peningalista Web.com Tour á Web.com Tour Finals, um stöðu og varð hann í XX. sæti og hlaut ekki aukinn status við að taka þátt í því móti. Í báðum tilvikum rétt slapp hann inn á PGA Tour og hefir ekkert gengið sérlega vel frá upphafi 2013-2014 tímabilsins, þ.e. október á s.l. ári.

Wes Roach fæddist 10. desember 1988  í Knoxville, Tennessee og er því 25 ára. Roach spilaði í bandaríska háskólagolfinu með Duke og útskrifaðist þaðan fyrir 3 árum með gráðu í félagsfræði.  Roach gerðist atvinnumaður í golfi eftir útskrift árið 2011.

Ýmiss fróðleikur um Roach:

Þjálfarinn hans heitir Brad Rose.

Uppáhaldsgolfvellir hans eru The Honors Course (Chattanooga, Tennessee) og Pinehurst No. 2.

Hann ferðast aldrei án tölvunnar sinnar.

Roach er mikill aðdáandi Atlanta Braves.

Uppáhaldssjónvarpsþættirnir hans eru „Boardwalk Empire“ og „It’s Always Sunny in Philadelphia.“.

Roach finnst gaman að fylgjast með Derrick Rose í körfunni, og uppáhaldsfrístaðurinn hans er þar sem er sólarströnd. Hann tekur fram að hann hafi aldrei komið til New York.