Viðtalið: Haukur Már Ólafsson, GKG
Viðtalið í kvöld er við sigurvegara 1. maí móts GHR og Grillbúðarinnar, en mótið markar upphaf golfsumarsins hjá fjölda kylfinga. Sigurskorið á Hellu í gær var með glæsilegra móti 4 undir pari, 66 högg!!!
Sigurvegarinn er nýtekinn við starfi golfþjálfara og eru börn og unglingar í klúbbi hans afar heppin að sögn kunnugra, að hann skuli hafa tekið þjálfarastarfið að sér og kylfingar á borð við Alfreð Brynjar Kristinsson hafa látið hafa eftir sér að þeir vildu gjarnan vera barn eða unglingur í GKG í dag. Hér fer viðtalið við sigurvegara 1. maí mótsins á Hellu 2014:
Fullt nafn: Haukur Már Ólafsson.
Klúbbur: GKG.
Hvar og hvenær fæddistu? Í Stykkishólmi þann 26. júní 1986.
Hvar ertu alinn upp? Stykkishólmi og Danmörku.
Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er barna og unglingaþjálfari GKG. Ég er að klára annað árið í golfkennaraskóla PGA á Íslandi núna í maí og er menntaður íþróttafræðingur.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég kem úr mikilli golffjölskyldu. Mamma er á fullu í þessu og er með 5,2 í fgj, pabbi er líka duglegur og er með 13 í fgj. Ég á þrjá bræður sem eru mismikið í golfi þessa dagana, en þeir eru með 3, 7 og 23 í fgj. Svo er kærastan nýbyrjuð í þessu.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ætli ég hafi ekki byrjað um 8-10 ára aldurinn.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Fjölskyldan var svona að byrja í þessu og ég elti bara held ég.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógar.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Holukeppni.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Hef alltaf líkað vel við völlinn í Eyjum, það er eitthvað við þessar lokaholur.
Hefir þú spilað alla velli á Íslandi – ef ekki hversu marga hefir þú spilað? Úff nei ekki alla, en örugglega svona kringum 30.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum/annars staðar en á Íslandi? Augusta National, það væri draumur að fá að spila hann einn daginn.

16. flötin í gegnum alparósarhaf sem Augusta National er frægt fyrir. Þetta er sá völlur sem Haukur Már myndi gjarnan vilja spila á erlendis.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Ætli það sé ekki Himmerland Golf Club (New Course) í Danmörku, en það er aðallega útaf par-6 holunni.
Hvað ertu með í forgjöf? Ætli ég sé ekki kominn 1,7 eftir gærdaginn.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? -4 á Strandarvelli.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Erfið spurning, á unglingsárunum var ég í landsliðinu og keppti ég fyrir hönd Íslands í Evrópukeppnum, verð að telja það sem mitt helsta afrek.
Hefir þú farið holu í höggi? Tvisvar, 4. hola á Mýrinni í GKG og á gömlu 7. holu á Víkurvelli í Stykkishólmi sem þá var 230 m par 4.
Spilar þú vetrargolf? Nei, en fer stundum í Bása, svo fer maður að blása rykið af kylfunum í apríl.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Yfirleitt samloku, banana og Powerade, þetta klassíska.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Ég æfði fótbolta, körfubolta, sund, frjálsar, badminton og örugglega eitthvað meira.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fajitas. Uppáhaldsdrykkur? Gatorade frá BNA. Uppáhaldstónlist? Vampire Weekend, The Smiths og The Clash. Uppáhaldskvikmynd? Anchorman. Uppáhaldsbók? Bankabókin. og Uppáhaldsgolfbók? Putting out of your mind.
Notarðu hanska og ef svo er hverskonar? Já bara einhvern sem passar.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Mamma og Guðjón Henning Hilmarsson.
Hvert er draumahollið? Ég og…. Charles Barkley, Steven Gerrard og John Daly.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Titleist dræver og wedge-ar, Cleveland 3tré, Adams blendingur, Mizuno járn og svo uppáhaldskylfan mín Ping Anser 2 pútter.
Hefir þú verið hjá golfkennara – ef svo er hverjum? Já, já fullt af þeim, þar má nefna Magnús Birgisson, Brynjar Eldon, Úlfar Jóns og Derrick Moore.
Hver er besti golfkennari á Íslandi? Derrick Moore
Ertu hjátrúarfullur í golfinu og ef svo er hvernig birtist það? Já ég er mjög hjátrúarfullur í hinu og þessu, en það svona kemur og fer. Ég, pabbi og bróðir minn erum búnir að horfa á nánast alla Liverpool leiki saman á þessu ári og við verðum að sitja í okkar sætum, og bróðir minn fer alltaf úr vinstri sokknum. Þetta er búið að svínvirka.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Í golfinu: Reyna að auka þekkingu mína daglega og miðla henni til krakkana á hvetjandi hátt. Í lífinu: Bara að vera ég sjálfur, koma fram eins og ég vil að aðrir komi fram og vera meira jákvæður.
Hvað finnst þér best við golfið? Allir geta stundað íþróttina og keppt við hvorn annan.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Ég veit ekki hversu há prósenta það er en þegar ég keppi í mótum þá geri ég eitt atriði sem ég vil endilega deila af því að þetta hefur hjálpað mér og kannski getur þetta hjálpað einhverjum öðrum. Þegar ég er að byrja spila þá byrja ég að raula eitthvað lag og þetta geri ég allan hringinn fyrir hvert högg(þegar rútínan mín byrjar hætti ég að raula og hugsa bara um miðið mitt og kannski eitt tækni atriði), þetta hjálpar mér að koma huganum frá neikvæðum hugsunum og öllum auka pælingum því áður en ég byrjaði á þessu var ég að hugsa um 5-7 atriði í einu, sem ég mæli ekki með. Í staðinn fyrir lag er hægt að segja einhverja setningu eða eitthvað annað, hver og einn hefur sitt atriði.
Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Kylfingar þurfa að þekkja sín takmörk betur og hlusta stundum á skynsemina.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024





