Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2014 | 08:00

NÝTT!!! Nýju strákarnir á PGA Tour 2013-2014

Golf 1 mun nú hefjast handa við að kynna „nýju strákana“ á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014.

Árið 2013 var reglum um hvernig menn kæmust á sterkustu mótaröð karlkylfinga, þ.e. bandarísku PGA mótaröðina, breytt.

Hér áður fyrr voru haldin úrtökumót til þess að komast á PGA Tour og síðan eitt lokaúrtökumót og síðan fengu efstu menn kortin sín beint á PGA Tour.

Nú er verið að þyngja leiðina inn á PGA Tour.

Leiðin á PGA Tour nú er þannig að fyrst verður að fara í úrtökumót og komast í gegnum lokaúrtökumót til þess að komast inn í 2. deild PGA Tour, Web.com mótaröðina.

Á hverju ári fá 25 efstu á peningalista Web.com mótaraðarinnar kortin sín eftirsóttu á PGA Tour.

Breytingar voru einnig gerðar á keppnistímabili PGA Tour.  Það hefst formlega í október og lýkur í lok ágúst næsta árs.  Frá lokum ágúst til loka september fara Web.com Finals fram en það er röð 4 móta þar sem á keppa 75 efstu af Web.com mótaröðinni og þeir sem lentu í 126.-200. sæti peningalista PGA Tour.

Golf 1 mun nú kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com mótaraðarinnar 2013 og hlutu kortin sín á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2013-2014 og síðan þá 25 sem urðu efstir á Web.com finals 2013 og hlutu kortin sín á PGA Tour þannig.

Efstu 25 á peningalista Web.com 2013, sem komust á PGA Tour 2013-2014 voru eftirfarandi kylfingar:

1. sæti Michael Putnam

2. sæti Ben Martin

3. sæti Chesson Hadley

4. sæti Edward Loar

5. sæti Kevin Tway

6. sæti Bronson La Cassie

7. sæti Will Wilcox

8. sæti Mark Anderson

9. sæti Alex Aragon

10. sæti Tim Wilkinson

11. sæti Alex Prugh

12. sæti Jamie Lovemark

13. sæti Kevin Kisner

14. sæti Brice Garnett

15. sæti Danny Lee

16. sæti Matt Bettencourt

17. sæti Jim Renner

18. sæti Peter Malnati

19. sæti Benjamin Alvarado

20. sæti Brendon Todd

21. sæti Daníel Chopra

22. sæti Wes Roach

23. sæti Miguel Angel Carballo

24. sæti Kevin Foley

25. sæti Andrew Svoboda

Athuga ber að efstu 25 af peningalista Web.com Tour spila líka í Web.com Tour Finals, en bara um stöðu sína – þeir eru þegar búnir að tryggja sér kortin sín á PGA Tour (Hakað er við V þá sem urðu meðal efstu 25 á peningalista Web.com Tour.

Efstu 50 á Web.com Tour Finals 2013 voru eftirfarandi kylfingar: 

Verðlaunafé á reglulegu tímabili Finals verðlaunafé
Player Röð Verðlaunafé  Röð Verðlaunafé Best finish
United States Michael Putnam 1 450,184 1 65,000 T7  V
United States John Peterson 30 134,569 1 230,000 T2
United States Chesson Hadley* 3 305,999 3 229,433 Win  V
South Korea Noh Seung-yul 4 210,125 Win
United States Andrew Svoboda 25 140,540 5 192,067 Win  V
South Africa Trevor Immelman 6 180,000 Win
United States Will MacKenzie 40 107,011 7 129,200 2nd
Australia Scott Gardiner 8 127,533 T2
United States Edward Loar 4 303,993 9 119,200 2nd  V
United States Ben Martin 2 399,769 10 108,563 T3  V
United States Patrick Cantlay* 29 135,105 11 108,000 2nd
United States Brendon Todd 20 152,828 12 95,120 T2  V
Japan Ryo Ishikawa 13 90,405 5th
Canada Brad Fritsch 14 66,000 T2
United States Kevin Kisner 13 177,116 15 61,375 T3  V
United States Sean O’Hair 16 59,333 T8
United States Troy Matteson 17 57,250 T6
United States Bud Cauley 18 55,900 T5
United States Heath Slocum 157 18,132 19 54,000 T8
Scotland Russell Knox 36 114,860 20 53,850 T6
United States Hudson Swafford* 61 85,209 21 53,551 T7
United States Will Claxton 22 48,125 T7
United States Brice Garnett* 14 169,785 23 48,000 T8  V
South Africa Tyrone Van Aswegen* 49 96,178 24 44,383 T4
United States Chad Collins 33 129,623 25 44,271 T7
United States Billy Hurley III 41 106,745 26 40,233 T8
New Zealand Danny Lee 15 169,300 27 39,853 T8 V
United States Jim Herman 165 14,150 28 36,891 T7
United States Joe Durant 65 78,321 29 36,158 T8
United States Troy Merritt 74 68,119 30 36,130 15
United States Lee Williams 31 35,933 T8
United States Andrew Loupe* 70 69,014 32 34,750 T6   V
United States Ricky Barnes 33 34,750 T6
United States Peter Malnati* 18 158,697 34 34,267 T8  V
United States Bobby Gates 129 27,834 35 33,650 T7
Australia Bronson La’Cassie* 6 255,629 36 32,671 T7   V
United States Alex Aragon 9 223,196 37 32,671 T7  V
New Zealand Tim Wilkinson 10 216,948 38 29,592 T14
United States Jamie Lovemark 12 178,421 39 28,933 T8   V
United States Wes Roach* 22 145,098 40 22,331 T19   V
Sweden Daniel Chopra 21 145,290 41 19,536 T29  V
United States Alex Prugh 11 208,467 42 15,117 T28  V
Argentina Miguel Carballo 23 144,376 43 11,075 T37  V
United States Jim Renner 17 159,165 44 7,195 T41  V
United States Mark Anderson 8 225,184 45 7,163 T46  V
United States Kevin Tway* 5 260,541 46 6,225 T52  V
United States Kevin Foley* 24 144,052 47 4,600 T39  V
United States Matt Bettencourt 16 162,877 48 2,650 67th  V
United States Will Wilcox* 7 248,372 49 0 DNP  V
Chile Benjamín Alvarado* 19 157,304 50 0 DNP V

 

Web.com Tour Finals 2014  eru eftirfarandi 4 mót sem hefjast 28.-31. ágúst 2014 og er lokið leik 21. september 2014.  Þessi mót fara fram á sama tíma og öll athyglin er á FedEx Cup og síðan tekur við Ryder Cup dagana 23.-28. september 2014 á Gleneagles, Skotlandi, áður en keppnistímabil PGA Tour 2014-2015 hefst.  

Mótin 4 á Web.com Tour Finals 2014 eru eftirfarandi:

• Hotel Fitness Championship í Sycamore Hills GC, Fort Wayne, Indiana.
• Chiquita Classic á River Run CC, Davidson, Norður-Karólínu.
• Nationwide Children’s Hospital Championship á Ohio State University GC-Scarlet golfvellinum, Columbus, Ohio.
• Web.com Tour Championship á TPC Sawgrass-Dye’s Valley golfvellinum, Ponte Vedra Beach, Flórída.

———————————–

Golf 1 mun nú hefjast handa við að kynna þá sem urðu efstir á peningalista Web.com 2013 og hlutu þannig kortin sín á PGA Tour.  Margir hafa þegar vakið athygli á sér s.s. Ben Martin, sem stóð sig sérlega vel Zurich Classic móti sem annar „nýliði“ Seung-yul Noh sigraði síðan á!!!  Síðan verða kynntir þeir 25 sem komust á PGA Tour í gegnum Web.com Tour Finals.

Byrjað verður sem fyrr á þeim sem lenti í neðsta eða 25. sæti, Andrew Svoboda og endað á þeim sem varð efstur á peningalista Web.com Michael Putnam (og vann reyndar einnig Web.com Tour Finals.)  Síðan verður tekið til við að kynna þá 25 sem urðu efstir á Web.com Tour Finals.

Að lokum: reglurnar eru í grunninn eins og lýst er hér að ofan en frá því eru nokkrar undantekningar.  T.a.m. geta strákar í bandaríska háskólagolfinu, sem staðið hafa sig sérlega vel á PGA Tour mótum, sem þeir hafa spilað á í boði styrktaraðila og hefðu unnið sér inn peningaverðlaun sem er jafnhá eða hærri en þeirra sem lentu í 126.-200. sæti á peningalista PGA Tour, einnig tekið þátt í Web.com Tour Finals og eiga þeir þannig möguleika að komast á Web.com Tour.