Grímur Þórisson hefir spilað þó nokkuð erlendis. Mynd: í eigu Gríms Trump Turnberry hljómar vel, ekki satt?
Donald Trump staðfesti í gær að hann hefði keypt Turnberry golfstaðinn fræga.
Á Turnberry linksaranum hafa m.a. Opnu bresku risamótin farið fram 4 sinnum, nú síðast 2009 þegar Bandaríkjamaðurinn Stewart Cink hafði betur en fyrirliði Bandaríkjanna í Ryder Cup nú í ár, Tom Watson. Voru margir á bandi Watson og vonuðust til að karlinn myndi slá aldursmet sem sigurvegari á Opna breska, en það hafðist ekki.
„Þetta var tækifæri fyrir mig“ sagði Trump um kaupin, sem nú er að horfa í að risamót muni hugsanlega fara fram á einum golfvalla hans.
„Turnberry er álitinn einn af bestu golfvöllum heims. Þetta er sérstakur staður. Þetta er mikilvægur staður.“
Trump keypti allan suður Ayrsgire komplexinn. Milljarðamæringurinn gaf upp að hann myndi ekki breyta vellinum, en gera breytingar á hótelinu við staðinn.
„Sum af bestu meistaramótum í sögu golfsins hafa farið fram á Turnberry,“ sagði hinn 67 ára Trump, en móðir hans fæddist í Skotlandi.
„Golfvöllurinn er eins og segir meðal bestu í heimi. Sumir segja hann bestan. Ég mun ekki snerta við neinu á honum nema R&A biðji um það eða samþykki það. Ég ber mikla virðingu fyrir R&A og Peter Dawson (framkvæmdastjóra R&A) Ég mun ekki gera neitt á golfvellinum nema með fullkomnu samþykki þeirra.“
„Þetta er frábær eign og frábær staðsetning. Við ætlum að færa hótelið í nýjan lúxusstandard. Markmið okkar er að gera það að besta golfhóteli í heiminum.
Eitt af því sem milljarðamæringurinn er samt „harður á “ að breytt verði er nafn golfstaðarins.
„Trump Turnberry hljómar vel, ekki satt?“ grínaðist Trump.
Við tökum ákvörðun um nafngiftina eftir nokkra daga!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
