Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2014 | 09:00

GKJ: Pétur Pétursson og Kristborg Hákonardóttir fengu ás!

Þau Pétur Pétursson og Kristborg Hákonardóttir fóru bæði holu í höggi á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ.

Kristborg Hákonardóttir, GKJ. fór holu í höggi á 9. braut Hlíðarvallar 29. apríl 2014. Mynd: Í einkaeigu

Kristborg Hákonardóttir, GKJ. fór holu í höggi á 9. braut Hlíðarvallar 29. apríl 2014. Mynd: Í einkaeigu

Pétur var að keppa í Opna Sumardagurinn fyrsta mótinu hjá GKJ, fyrir viku síðan þ.e. fimmtudaginn 24. apríl þegar hann fékk ás á 1. braut Hlíðarvallar.

Kristbjörg hins vegar fór holu í höggi á 9. braut Hliðarvallar í gær, 29. apríl 2014.

Bæði eru þau Pétur og Kristborg félagar í GKJ og voru því að spila heimavöllinn.

Golf 1 óskar báðum innilega til hamingju með draumahöggin!!!