Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2014 | 08:30

Heimslistinn: Noh á topp-100

Seung-yul Noh, sem sigraði á Zurich Classic PGA mótinu nú um helgina tekur stórt stökk upp heimslistann en fyrir viku var þessi 22 ára strákur enn í 176. sæti.  Nú fer hann up um 88 sæti í 88. sætið… og er þar með kominn meðal efstu 100 á listanum; reyndar meðal efstu 90!

Annar asískur kylfingur er að gera það gott en það er fyrirliði Asíu í EvrAsíu bikarnum Thongchai Jaidee, sem sigraði nú um helgina á IMB Niaga Indonesian Masters, en vegna sigursins færist Jaidee upp um 5 sæti úr 54. sætinu í 49. sætið!

Hástökkvari vikunnar (á heimslistanum) er þó eflaust sigurvegari Volvo China Open á Evrópumótaröðinni, Alexander Levy, en hann fer úr 282. sætinu í það 137. sem er stökk upp listann um heil 145 sæti!!!

Staðan meðal efstu 10 á heimslistanum er eftirfarandi:

1. sæti Tiger Woods 8,46 stig

2. sæti Adam Scott 8,18 stig

3. sæti Henrik Stenson 8,00 stig

4. sæti Bubba Watson 7,35 stig

5. sæti Matt Kuchar 7,14 stig

6. sæti Jason Day, 6,70 stig

7. sæti Jordan Spieth 6,02

8. sæti Sergio Garcia 5,90

9. sæti Phil Mickelson 5,85

10. sæti Justin Rose 5,80.