Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2014 | 12:00

Rory með í Wentworth

Rory McIlroy hefir tilkynnt að hann muni taka þátt í  BMW PGA Championship at Wentworth Club, en mótið fer fram 22.-25. maí n.k.

Rory hefir gengið vel á Evrópumótaröðinni í ár, það sem af er en af 5 mótum sem hann hefir tekið þátt í hefir hann þrisvar verið meðal topp-10.

Mótið er 60 ára afmælismót BMW PGA Championship.

Rory vonast til að ná titilinum af Matteo Manassero, sem á titil að verja í þessu €4,750,000 móti og koma sér meðal frægra nafna sem sigrað hafa í mótinu en það eru m.a.: Tony Jacklin, Sir Nick Faldo, Seve Ballesteros, Bernhard Langer, Ian Woosnam og José María Olazábal.

„BMW PGA Championship er alltaf einn af hápunktum ársins og það er titill sem okkur langar öllum til að vinna,“ sagði Rory, sem sigraði Opna bandaríska 2011 og US PGA Championship, 2012 og blóðlangar til að bæta enn einu stóru móti við á sigurlistann (þó BMW PGA Championship sé reyndar ekki risamót eins og tvö fyrrnefndu).

„Þetta hefir verið svona upp og niður hjá mér í Wentworth á s.l. árum, en ég held að í ár sé leikur minn í mun betra lagi, þannig að ég er fullur sjálfstrausts um möguleika mína á að mér muni ganga vel þar.“

„Þar sem þetta er flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar þá er þetta stór vika fyrir alla sem koma að mótinu og andrúmsloftið er alltaf frábært.“

„Sumt af bestu kylfingum í íþróttina hafa sigrað mótið í gegnum árin og það myndi sannarlega vera næs að komast á listann á 60 ára afmælismótinu og vonandi verður góður árangur þar byrjunin á árangursríku sumri fyrir mig,“ sagði Rory loks.

Meðal annarra stórstjarna golfsins sem þátt taka í Wentworth eru: Justin Rose, Ian Poulter, Lee Westwood, Sergio Garcia og Henrik Stenson.