Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2014 | 14:00

Ko nr. 2 á Rolex-heimslistanum

Hin 17 ára Lydia Ko frá Nýja- Sjálandi gerir ekki endasleppt.

Hún sigraði nú um helgina 3. mót sitt á sterkustu kvenmótaröð heims: LPGA.

Þetta varð til þess að hún fór upp um 2 sæti á topp-10 á Rolex-heimslista kvenna þ.e. fór úr 4. sætinu í 2. sætið, sem er það hæsta sem hún hefir komist á heimslista kvenna.

Með þessu fer Ko fram úr helsta keppinaut sínum á Swinging Skirt LPGA Classic mótinu, sem hún sigraði á, fyrrum nr. 1 á heimslistanum, sem nú vermir 3. sætið, Stacy Lewis.   Inbee Park er enn í 1. sæti en norska frænka okkar, Suzann Pettersen er dottin niður í 4. sætið.

Til þess að sjá stöðuna á topp 10 á Rolex-heimslista kvenna SMELLIÐ HÉR: