Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2014 | 06:30

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og félagar luku leik í 4. sæti á Sun Belt Conference

Haraldur Franklín Magnús, GR og „The Raging Cajuns“ golflið Louisiana Lafayette luku keppni í Sun Belt Conference svæðismótinu.

Mótið fór fram dagana 21.-23. apríl 2014  á golfvelli Grand Bear Golf Club í Saucier, Mississippi. Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum.

Haraldur Franklín lék á samtals 1 yfir pari, 217 höggum (75 73 69) og lauk keppni í 10. sæti – þ.e. fór upp um 7 sæti frá deginum þar áður, einkum vegna glæsilegs lokahringjar upp á 3 undir pari, 69 höggum, hring þar sem Haraldur fékk 5 fugla og 2 skolla.

Haraldur Franklín var á 3. besta skori Louisiana Lafayette en liðið varð í 4. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sun Belt Conference Tournament  SMELLIÐ HÉR: