Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2014 | 21:00

Evróputúrinn: Quiros og Dyson efstir þegar 1. hring er frestað vegna myrkurs á Volvo China Open

Það eru þeir Alvaro Quiros og Simon Dyson sem eru efstir á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, sem hófst í dag í Guangzou GC, Volvo China Open.

Að vísu hafa ekki allir lokið leik því 1. hring var frestað til morgundagsins vegna myrkurs.

Þeir Quiros og Dyson spiluðu báðir á 5 undir pari, 67 höggum.

Englendingarnir Tyrell Hatton og David Horsey, Spánverjinn Adrian Otagui og Ástralinn Brett Rumford hafa allir lokið leik á 68 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: