Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2014 | 08:30

Gleðilegt sumar!

Í dag er frídagur, Sumardagurinn fyrsti og og menn fjölmenna á golfmót. Fimm mót eru haldin hér á landi í dag, þar af 4 opin:

Á Strandarvelli á Hellu fer fram lokaða innanfélagsmótið: Vorkoma. Þetta er höggleikur með forgjöf og 8 skráðir í mótið, þar af 1 kvenkylfingur (12%)

Á Kjalarnesinu fer fram Opna vormót GBR – en 5. hola vallarins er m.a. talin besta hola Norðurlanda af nýjasta tölublaði „The Finest“ s.s. Golf 1 greindi frá í gær.  Fjöldi þáttttakenda í mótinu er 30, þar af 3 kvenkylfingar (10%)

10 kylfingar eru skráðir í Snærisleik sumardaginn fyrsta hjá Golfklúbbi Hafnar í Hornafirði (GHH). Enginn kvenkylfingur (0%)

Hjá GKJ fer fram fjölmennasta mót landsins en það er Opna sumardagurinn fyrsta mótið – en 172 manns eru skráðir þar af 19 kvenkylfingar (11%)

Loks eru 123 skráðir í Opna Sumarmót GS – þar af 13 kvenkylfingar (11%)

Alls eru því 340 manns (þar af  35 kvenkylfingar, sem er u.þ.b. 10% þátttakenda) sem sveifla kylfu í dag hér  í dag á mótum og eflaust mun fleiri á æfingasvæðum eða að spila sér til skemmtunar og er þetta góð byrjun á sumrinu.

Golf 1 óskar öllum kylfingum góðs golfsumars með mörgum skemmtilegum golfhringjum og tilheyrandi forgjafarlækkunum! Megið þið öll ná takmarki ykkar í sumar!