Gleðilegt sumar!
Í dag er frídagur, Sumardagurinn fyrsti og og menn fjölmenna á golfmót. Fimm mót eru haldin hér á landi í dag, þar af 4 opin:
Á Strandarvelli á Hellu fer fram lokaða innanfélagsmótið: Vorkoma. Þetta er höggleikur með forgjöf og 8 skráðir í mótið, þar af 1 kvenkylfingur (12%)
Á Kjalarnesinu fer fram Opna vormót GBR – en 5. hola vallarins er m.a. talin besta hola Norðurlanda af nýjasta tölublaði „The Finest“ s.s. Golf 1 greindi frá í gær. Fjöldi þáttttakenda í mótinu er 30, þar af 3 kvenkylfingar (10%)
10 kylfingar eru skráðir í Snærisleik sumardaginn fyrsta hjá Golfklúbbi Hafnar í Hornafirði (GHH). Enginn kvenkylfingur (0%)
Hjá GKJ fer fram fjölmennasta mót landsins en það er Opna sumardagurinn fyrsta mótið – en 172 manns eru skráðir þar af 19 kvenkylfingar (11%)
Loks eru 123 skráðir í Opna Sumarmót GS – þar af 13 kvenkylfingar (11%)
Alls eru því 340 manns (þar af 35 kvenkylfingar, sem er u.þ.b. 10% þátttakenda) sem sveifla kylfu í dag hér í dag á mótum og eflaust mun fleiri á æfingasvæðum eða að spila sér til skemmtunar og er þetta góð byrjun á sumrinu.
Golf 1 óskar öllum kylfingum góðs golfsumars með mörgum skemmtilegum golfhringjum og tilheyrandi forgjafarlækkunum! Megið þið öll ná takmarki ykkar í sumar!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
