Hver er kylfingurinn: Lee Westwood (2/4)
Atvinnumannsferill Lee Westwood
Árið 1996 vann Westwood fyrsta atvinnumannsmót sitt þ.e. Volvo Scandinavian Masters og síðan Sumitomo VISA Taiheiyo Masters í Japan. Velgengni hans hélt áfram árið 1997, þar sem hann varði japanska titilinn sinn og sigraði á Malaysian Maybank Open, Volvo Masters á Spáni og Holden Australian Open, þar sem hann vann Greg Norman í umspili. Hann var einnig félagi Nick Faldo í Ryder Cup á þessu ári.
Westwood hefir sigrað í 22 mótum á Evrópumótaröðinni og hefir líka sigrað í mótum í Norður-Ameríku, Afríku, Asíu og Ástralíu. Árangursríkasta ár hans til þessa hefir verið árið 2000 þegar hann vann 7 mót um allan heim og var í 1. sæti í Evropu og batt þar með enda á einokun Colin Montgomerie á toppnum.
Westwood tók langa pásu frá leiknum eftir að sonur hans Samuel Bevan fæddist árið 2001 og saman með David Leadbetter vann hann í sveiflu sinni þar til hann vann 25. alþjóðlega mót sitt 2003 í Þýskalandi.
Westwood vann síðan ekki aftur fyrr en 2007 þegar hann sigraði á Valle Romano Open de Andalucia og the Quinn Direct British Masters, en þá voru sigrar hans á Evrópumótaröðinni samtals 18. Þetta varð til þess að hann var aftur meðal efstur 50 á heimslistanum. Westwood lauk 2007 keppnistímabilinu með 5 topp 10 áröngrum í síðustu 5 mótunum. Hann var í sama góða forminu 2008 keppnistímabilið þegar hann hóf árið á því að verða 2 sinnum T-2 og í 5. sæti og var síðan aftur meðal estu 20 á heimslistanum. Á the Masters lauk Westy keppni T-11 og rétt missti af því að verða fyrsti Evrópubúinn í 38 ár til þess að sigra Opna bandaríska risamótið, en hann lauk keppni í 3. sæti á samtals pari.
Árið 2009 átti Westwood enn 2 3. sætis árangra í risamótum, annars vegar á Opna breska og hins vegar PGA Championship. Í október 2009, lauk 2 ára bið Westwood eftir sigri þegar hann vann Portugal Masters. Næsta mánuð sigraði hann á Dubai World Championship og vann hann þar með fyrsta Race to Dubai titilinn.
Westwood spilaði í góðgerðarmótum Gary Player Invitational mörgum sinnum til þess að aðstoða Player til þess að afla fjár fyrir þurfandi börn um allan heim.
Westwood varð í 2. sæti á Masters risamótinu 2010 og var í forystu fyrir lokadaginn þ.e. átti 1 högg á þann sem var í næsta sætinu. Phil Mickelson sigraði á Masters það árið. Viku fyrir Opna bandaríska sigraði Westwood í 2. sinn á PGA Tour þegar hann vann St. Jude Classic. Þetta ár 2010 varð Westy í 2. sinn í 2. sæti á Opna breska á eftir Louis Oosthuizen. Westy varð tvisvar í 2. sæti í 2 af 3 fyrstu risamótum ársins en Westy keppti síðan ekki á því fjórða þ.e PGA Championship vegna meiðsla.
Í maí 2011 keppti Westwood í BMW PGA Championship með landa sínum sem þá var á góðri leið með að verða nr. 1 á heimslistanum, Luke Donald. Á par-5 18. holunni hitti Donald aðhögg sitt á flöt og átti eftir 2 metra fyrir fugli. Westwood reyndi að elta hann og vera nálægt pinna en fékk of mikið bakspinn á boltann, sem rann út í vatnshindrun. Westwood sló frá droppsvæðinu og fékk skramba. Donald fékk fugl og sigraði í mótinu og varð nýr nr. 1 á heimslistanum við það.
Í júní 2011 jafnaði Westwood besta árangur sinn á Opna bandaríska þegar hann varð T-3 á Congressional CC, móti sem Rory hafði í höndinni á sér og sló hvert mótsmetið á fætur öðru. Þetta var í 4. sinn á ferli sínum sem Westy varð að sætti sig við 3. sætið í risamóti.
Í desember 2011, var Westy á lægsta hring ferils síns, 60 höggum á Thailand Golf Championship. Hann fylgdi þessu frábæra skori eftir með hring upp á 64 höggum og jafnaði lægsta 36 holu skor á Asíutúrnum og vann mótið með 7 höggum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


