Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2014 | 18:30

GHH: Magnús Sigurður sigraði á Páskamóti Annan Páskadag

Í dag fór fram á Silfurnesvelli á Höfn í Hornafirði „Páskamót Annan Páskadag.“

Það voru alls 11 skráðir í mótið og 10 luku keppni, þar af 1 kvenkylfingur.  Keppnisformið var punktakeppni með forgjöf.

Sá sem sigraði var heimamaðurinn Magnús Sigurður Jónasson, GHH en hann hlaut 39 punkta.

Í 2. sæti varð Ívar Örn Valgeirsson, GHH á 37 punktum (með 18 pkt. á seinni 9) og í 3. sæti varð Arnar Þór Jónasson, á 37 punktum (með 16 pkt. á seinni 9).

Sjá má úrslitin í heild hér að neðan:

1 Magnús Sigurður Jónasson GHH 13 F 20 19 39 39 39
2 Ívar Örn Valgeirsson GHH 24 F 19 18 37 37 37
3 Arnar Þór Jónsson GHH 24 F 21 16 37 37 37
4 Guðmundur Borgar GHH 10 F 15 19 34 34 34
5 Jóhann Bergur Kiesel GHH 8 F 12 16 28 28 28
6 Haraldur Jónsson GHH 16 F 12 16 28 28 28
7 Óli Kristján Benediktsson GHH 7 F 16 9 25 25 25
8 Jón Guðni Sigurðsson GHH 9 F 11 12 23 23 23
9 Rannveig Einarsdóttir GHH 28 F 10 8 18 18 18
10 Björn Sigfinnsson GHH 24 F 10 5 15 15 15