GOG: Ásbyrgisvöllur opinn
Þær gleðifréttir bárust norðan úr Þingeyjarsýslu að búið væri að opna Ásbyrgisvöll.
Þannig segir í fréttatilkynningu frá GOG (Golfklúbbnum Gljúfra):
„Ásbyrgis völlurinn orðinn þurr og fínn.Flöggin á sínum stað og í góðu lagi að koma og spila.“
Á vefsíðunni „Ísland í hnotskurn“ segir um Ásbyrgisvöll:
„Völlurinn er staðsettur í mynni Ásbyrgis á gömlum túnum. Hann er flatur og léttur að ganga,upplagður fyrir þá sem komnir eru af“ léttasta skeiði“ Brautir og flatir bera það með sér að lítið hefur verið endurunnið,en umhverfið er ósvikið. Flatargjald er móttekið í Versluninni Ásbyrgi, örstutt frá vellinum.“
En Ásbyrgisvöllur hentar ekki bara þeim „sem komnir eru af léttasta skeiði“ eins og segir á framangreindri vefsíðu heldur einnig byrjendum og öllum þeim kylfingum, sem vilja njóta að spila golfs í gullfallegu umhverfi, reyndar einu mesta náttúruundri Íslands.
Hinir 90-100 m klettahamrar sem mynda „hóffar Sleippnis“ sjást vel frá Ásbyrgisvelli, enda völlurinn innan Ásbyrgisklettaskeifunnar.
Ásbyrgisvöllur er fyrir þá sem ekki vita það í um 64 km fjarlægð frá Húsavík (sé keyrt eftir fínum malbikuðum vegi um Tjörnes) og um 155 km fjarlægð frá Akureyri.
Þannig að nú er bara um að gera að drífa sig norður og sjá hvernig Ásbyrgisvöllur kemur undan vetri!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
