Ólafur Björn Loftsson on one of his favorite golfcourses in Iceland – the Vestmanna Islands golfcourse. Photo: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2014 | 08:30

Ólafur Björn í 35. sæti e. 2. dag úrtökumótsins í Kanada

Ólafur Björn Loftsson, NK,  tekur nú þátt í úrtökumóti fyrir kanadíski PGA mótaröðina.

Úrtökumótin eru nokkur og fer það sem Ólafur Björn tekur þátti fram á Austurströnd Bandaríkjanna (USA East), en mótsstaðurinn er  Jack Nicklaus Signature golfvöllurinn í  Reunion Resort – Kissimmee, Orlando, Flórída.

Úrtökumótið átti að fram dagana 14.-18. apríl og ljúka í dag,en veðrið (hvassviðri) setti strik í reikninginn.

Búið er að spila tvo hringi en þeim þriðja var frestað vegna veðurs og einum degi bætt við mótið.

Ólafur Björn skrifaði eftirfarandi um gengi sitt í mótinu:

„Veðrið áfram í aðalhlutverki hér í Flórída. Spilaði 5 holur í morgun og lék þær á einum undir pari. Ég byrjaði með látum strax á fyrstu holunni og vippaði beint ofan í holu af rúmlega 30 metra færi. Ég kom mér í góð færi á næstu holum og var nálægt því að fá fleiri fugla.

Ég er samtals +8 eftir fyrstu tvo hringina og er jafn í 35. sæti eins og staðan er núna. Skorið er áfram mjög hátt og það er til að mynda enginn kylfingur undir pari í mótinu. Spáin er áfram slæm og spurning hvort við náum að klára alla fjóra hringina, þrátt fyrir að það sé búið að bæta við einum degi.

Ég á rástíma kl. 10:43 í fyrramálið. Ég mun halda mig við mitt leikplan og hafa gaman að því að takast á við krefjandi áskoranir.“

Hér má sjá umfjöllun um úrtökumótið sem Ólafur Björn tekur þátt í SMELLIÐ HÉR: