Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2014 | 08:00

LPGA: Ryu, Pak og Kim efstar á Lotte mótinu e. 1. dag

Se Ri Pak, So Yeon Ryu og Hyo Joo Kim eru efstar eftir 1. dag LPGA Lotte Championship, en mótið hófst í gær.

Mótið fer fram í Ko Olina golfklúbbnum, í Kapolei, Oahu, á Hawaii.

Þær Kim, Pak og Ryu spiluðu allar þrjár á 4 undir pari, 68 höggum.

Í 4. sæti er japanska stúlkan Ayako Uehara, en hún lék á 3 undir pari 69 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag LPGA Lotte Championship SMELLIÐ HÉR: