Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2014 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín lauk keppni í 8. sæti á Cliffs Intercollegiate

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA og „The Falcons“ golflið Pfeiffer tóku þátt í The Cliffs Intercollegiate mótinu, sem fram fór 30. mars – 1. apríl 2014.

Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum.

Stefanía Kristín hafnaði meðal topp-10 þ.e. í 8. sæti í einstaklingskeppninni og var á besta skori Pfeiffer á samtals 161 höggum (84 77), en golflið Pfeiffer hafnaði í 7. sætinu í liðakeppninni.  Glæsilegt hjá Stefaníu Kristínu!!!

Næsta mót Stefaníu Kristínar og félaga í „The Falcons“ verður n.k. mánudag þ.e. 7. apríl í Norður-Karólínu (Mt. Olive Invitational).

Til þess að sjá lokastöðuna á The Cliffs Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: