Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2014 | 02:00

PGA: Steven Bowditch sigraði á Valero Texas Open – Hápunktar lokahringsins

Ástralinn Steven Bowditch vann sinn fyrsta sigur á PGA Tour nú fyrr í kvöld þegar hann sigraði á Valero Texas Open.

Bowditch spilaði á samtals 8 undir pari, 280 höggum (69 67 68 76).

Bowditch var ekki bara á sigurskónum heldur sigurstigvélunum.

Bowditch var ekki bara á sigurskónum heldur sigurstigvélunum.

„Ég er yfir mig ánægður, ég trúi þessu ekki,“ sagði Bowditch þegar sigurinn var í höfn.

„Ég hef ekki hugmynd [hvernig ég komst í gegnum þetta], ef ég á að segja satt.“

„Ég bara leitaði í reynslubrunninn og í ráð ólíkra aðila.“

„Þetta var bara mín vika, geri ég ráð fyrir,“ sagði himinnlifandi Bowditch, sem gulltryggði sér farmiðann á fyrsta Masters risamótið sitt með sigrinum.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir voru þeir Daniel Summerhayes og Will MacKenzie. Í 4. sæti, enn öðru höggi á eftir voru Matt Kuchar og Andrew Loupe.

Til þess að sjá lokastöðuna á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: