Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2014 | 06:45

Adam Scott: „Ég þarfnast meiri æfingar“

Eftir vonbrigðaniðurstöðu þar sem Adam Scott deildi 25. sætinu á WGC Cadillac Championship þá finnst Adam Scott að hann þarfnist meiri æfingar ef hann á að verja Masters titil sinn.

Scott mistókst að vera undir pari í öllum 4 hringjum sínum í mótinu.

Margir af heimsins bestu átti í erfiðleikum með nýja Bláa Skrímslið og aðeins 3 kylfingum tókst að vera undir pari í allri keppninni.

„Ég ætla ekkert að spá meira í þessari viku að öðru leyti en því að ég þarfnast meiri æfingar,“ sagði Scott sem var 9 höggum á eftir sigurvegaranum Patrick Reed.

„Ég ætla að vinna í þessu venjulega, að gera leik minn skarpari, eins og alltaf,“ sagði Scott.

„Ég mun taka mér nokkurra daga frí og vonandi koma góðu tilfinningarnar þá.“

„Ég verð bara að sjá til hver staðan er eftir nokkra daga. Ef hún er slæm þá þýðir það mikla vinnu.  Ef tilfinningin er góð þá reyni ég að halda mér ferskum.“

Eftir 3. hringinn þar sem nr. 2 á heimslistanum (Scott) var á pari, varði hann miklum tíma á æfingasvæðinu að reyna að bæta úr göllum í leik sínum. En vinnan skilaði sér ekki því á sunnudeginum lék hann á 1 yfir pari, 73 höggum.

Tiger var einn þeirra sem deildi 25. sætinu með Scott eftir að hafa átt í bakmeiðslum. Scott á enn færi á að verða nr 1 á heimslistanum á the Arnold Palmer Invitational sem stendur dagana 20.-23. mars.

„Mér finnst það mikilvægt að eitthvað af æfingum mínum skili sér á Bay Hill og að ég verði í aðeins stöðugra samhengi við aðalmarkmið mitt þar,“ sagði Tiger.

„I think it is important I take something out of my practice week and put it into play at Bay Hill, getting a little more consistent will be the major goal there,“ said Woods.

„The game is all there so it will be fine and I have three weeks and a tournament ahead of me before I have to get worried.“