Chesson Hadley
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 22:30

PGA Tour: Hadley sigraði á Puerto Rico Open

Það var nýliðinn á PGA Tour Chesson Hadley, sem sigraði á Puerto Rico Open.

Hadley lék samtals á 21 undir pari, 267 höggum (68 65 67 67).

Í 2. sæti varð ástralski kylfingurinn Danny Lee, tveimur höggum á eftir þ.e. á samtals 19 undir pari, 269 höggum (67 68 66 68) og Ben Martin varð síðan í 3. sæti enn tveimur höggum á eftir.

Þrír kylfingar deildu síðan 4. sæti  á samtals 16 undir pari: David Toms, Wes Roach og Richard H. Lee.

Til þess að sjá lokastöðuna á Puerto Rico Open SMELLIÐ HÉR: