Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefur leik í dag í Kaliforníu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og „The Bulldogs“ golflið Fresno State hefja í dag leik á gríðarlegu sterku háskólamóti:  Peg Barnard Invitational á golfvelli Stanford háskóla, í Kaliforníu.

Mótið stendur dagana 15.-16. febrúar og þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum.

Þetta er fyrsta mót Guðrúnar Brá í bandaríska háskólagolfinu. Guðrún Brá fer út af 16. teig Stanford golfvallarins, en allir keppendur eru ræstir út á sama tíma kl. 9 að staðartíma (kl. 17 að okkar tíma hér heima á Íslandi).

Til þess að fylgjast með gengi Guðrúnar Brá SMELLIÐ HÉR: