LPGA: Pettersen efst e. 1. dag í Ástralíu
Norski kylfingurinn Suzann Pettersen tók forystuna á ISPS Handa Women´s Australia Open, sem hófst nú í morgun.
Hún lék á 6 undir pari, 66 höggum.
Suzann fékk 9 fugla og 3 skolla í The Victoria Golf Club, þar sem mótið fer fram og er með 1 höggs forystu á þær Jessicu Korda, Hee Young Park, Jaclyn Sweeney og Marion Ricordeau.
Tíu kylfingar deila síðan 6. sætinu á 4 undir pari, þ.e. 2 höggum á eftir Pettersen, en það eru m.a. Lydia Ko, Caroline Hedwall og Paula Creamer.
Þetta er fyrsta mót Suzann á árinu og það virtist taka hana svolítinn tíma að henni fyndist þægilegt að spila á vellinum, sbr. hennar eigin orð:
„Mér fannst að það tæki mig nokkrar holur að koma mér þægilega fyrir. Eitt af því sem hægt er að gera er að fara og spila æfingahring með tveimur boltum, slá þeim seinni þangað sem hann átti að fara ef sá fyrri fór ekki þangað. Í dag er þetta auðvitað öðruvísi þegar maður verður að leika boltanum þar sem hann liggur og skila inn skorkorti. En það var gott að finna smá hjartslátt aftur og reyna við högg og sjá hvernig hægt var að framkvæma þau.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
