Tiger tekur ekki þátt í heimsmótinu í holukeppni
Tiger Woods mun ekki keppa í heimsmótinu í holukeppni (WGC Match Play Championship) í Arizona eftir tvær vikur.
Nr. 1 á heimslistanum (Tiger) ætlaði á Vetrarólympíuleikana í Sochi til þess að fylgjast með kærustu sinni Lindsey Vonn en hnjámeiðsli hennar hafa komið í veg fyrir það.
Í staðinn mun Tiger vera heima hjá sér og undirbúa sig fyrir 3 mót í Flórída; en það fyrsta er Honda Classic, sem fram fer 27. febrúar.
„Ég ætlaði mér að vera í fríi þessa viku og fara með Lindsey [Vonn] til Sochi,en því miður mun það ekki gerast,“ bætti Tiger við. „Í staðinn ætla ég að vera heima og undirbúa mig fyrir mótin í Flórída.“
„ Honda Classic mótið er rétt hjá heimili mínu og ég við styðja það hvenær sem ég get,“ bætti Tiger við.
„Við erum með golfkennslumót (learning center) í Murray Middle School í Stuart, [Fla.], og þetta mót hjálpar samfélaginu svo mikið, þ.á.m. Nicklaus Children’s Health Care Foundation.
„Ég er líka spenntur að verja tíma með Arnold og verja titil minn á móti hans og taka þátt í WGC-Cadillac. Ég hlakka til að sjá breytingarnar á Doral.“
Þetta er engu að síður í fyrsta sinn sem Tiger hefir sleppt því að taka þátt í heimsmótinu í holukeppni þegar hann er ómeiddur og mótið fer fram í Bandaríkjunum.
Þetta þýðir að í mótinu verða hvorki Tiger né Phil og ekki heldur Adam Scott en þetta er 3 bestu kylfingar heims.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
