Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2014 | 21:30

Tiger hjálpar Vonn

Lindsey Vonn, kærasta Tiger hefir átt í margvíslegum meiðslum frá því í febrúar 2013, sem hafa nú komið í veg fyrir að hún geti tekið þátt í Ólympíuleikunum í Sochi, Rússlandi, sem settir voru í dag.   Hún leitar stuðnings í sambandi sínu við Tiger.

Vonn gekkst m.a. undir aðgerð á hné sínum s.l. nóvember og hefir nú verið í endurhæfingu í meira og minna 1 ár.

„Hann hefir hjálpað mér að vera þolinmóð í endurhæfingunni“ sagði Vonn um kærastann Woods í febrúar hefti SELF magazine. „Hann hjálpaði mér að taka einn dag í einu.“

Woods og Vonn hafa verið saman frá því snemma árs 2013, eftir að hún skildi við fyrrum þjálfara sinn, Thomas Vonn.

„Ég var ekki viss um hvort ég væri nægilega sterk til þess að vera eins míns liðs, en ég hef komist að því nú að svo er. Ég hef nú fullkomna stjórn á lífi mínu,“ sagði Lindsey

Vonn hefir glímt við þunglyndi í mörg ár, en hún þakkar Tiger að hafa bætt skap sitt og framtíðarsýn.  Hún segir að árið sitt með Tiger hafi verið það hamingjusamasta sem hún hafi nokkru sinni átt.

„Við erum góð fyrir hvort annað,“ sagði Vonn. „Ég veit ekki hvað hann hefir lært af mér, ef ég á að vera hreinskilin. En við hvetjum hvort annað og hjálpum hvert öðru þegar við erum langt niðri.“

 Jafnvel þó Vonn keppi ekki í Sochi mun hún verða „íþróttafréttamaður“ þ.e.  sjá um lýsingar frá Ólympíuleikunum fyrir „Today“ og NBC Sports.