Sólskinstúrinn: Sigur Sterne á Joburg Open væri sögulegur
Richard Sterne tekur þátt í móti vikunnar á Sólskinstúrnum, Joburg Open, þegar hann snýr aftur til þess að verja titil sinn í mótinu, sem er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins.
Mótið hefst á fimmtudeginum á Austur og Vestur völlunum og síðustu 2 hringirnir verða bara spilaðir á Austurvellinum.
Sterne varð fyrsti sigurvegari Joburg Open frá Suður-Afríku árið 2008 og setti met í fyrra þegar hann vann mótið með mesta mun á næsta keppenda í sögu þess eða 7 högg.
Í ár ætlar hann að verja titil sinn og jafnframt verða sá fyrsti í sögunni til að sigra þrívegis á mótinu.
Sterne hlakkar til að spila aftur á „heimavelli“: „Mér líkar við völlinn og það er alltaf gaman að spila í Suður-Afríku. Það hentar mér. Það er góð tilfinning að vita að maður er að verja titil. Kannski er svolítil pressa, kannski ekki. Þetta er nýtt ár, nýtt mót, þannig að síðasta ár skiptir engu máli.“
„Það var gott að spila góðan hring og sigra með 7 högg mun að lokum,“ sagði Sterne um lokahring sinn í fyrra. „Það var ágætt að eiga nokkrar holur á næsta í lokinn og þurfa ekki að hafa áhyggjur en njóta þess bara, þess í stað. 64 (högg) í lokin var ágætt líka. Ég sló ágæt högg og náði að setja niður pútt þegar það skipti máli. Það veitti með sjálfstraust fyrir afgang ársins.“
Hvað varðar leik sinn nú í vikunni vonast Sterne eftir meiri stöðugleik í leik sínum.
„Mér hefir nokkrum sinnum gengið vel en ekki náð að klára. Það hefir verið pirrandi. Mér líður betur með leik mínum og ég er að slá fullt af góðum höggum. Ef ég bara næ öllu saman og get hent út heimskulegu höggunum, þá keppi ég til sigurs.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
