Tiger og O´Meara í skugganum á 6 ára golfgutta í Dubaí – Myndskeið
Tiger Woods veit eitt og annað um það að vera undrabarn í golfi. Eftir allt þá byrjaði hann jú 2 ára í golfi og var aðeins 21 árs þegar hann vann the Masters risamótið 1997.
Eftir hræðilega viku sína á Farmers Insurance Open þá er hann búin að vera í Dubai s.l. viku, þar sem hann hefir verið að keppa á Omega Dubai Desert Classic og hefir gengið mun betur þar, en er langt frá því að vera í toppformi sínu.
Milli hringja hitti Woods Mark O’Meara en þeir voru með golfkennslu á æfingasvæði Emirates golfklúbbnum og komu margir til að fylgjast með.
Fljótt féllu stórstjörnurnar í skuggann á 6 ára golfgutta. Tiger var í góðu skapi þegar hann fylgdist með stráksa slá mismunandi högg. Eftir að O´Meara spurði stráksa hversu gamall hann væri og fékk svarið „6 ára“, þá fannst Tiger hann verða að segja eitthvað líka og sagði: „Látum okkur nú sjá. Þegar hann klárar menntaskólann verð ég kominn á öldungamótarðina. Hann verður þá orðinn atvinumaður og ég farinn að svífa um í golfbíl.“
Þegar stráksi sló lokahögg sitt lyfti O´Meara lófa sínum til að fá „hi-five“ hjá stráksa sem hann endurgalt en sneri síðan bakinu í Tiger sem bauð upp á það sama, því hann var að því er virtist að flýta sér í burt frá allri athyglinni, en stráksi sneri samt glaður við til að fá „hi-five“ hjá Tiger.
Hér má sjá myndskeiðið af Tiger, O´Meara og 6 ára stráknum á æfingasvæði Emirates golfklúbbsins SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
