Evróputúrinn: Rory enn efstur í hálfleik Dubaí Desert Classic
Rory þurfti ekkert sérstakan hring á 2. degi Omega Dubai Desert Classic til þess að vera betri en Tiger Woods, sem var með honum í ráshóp fyrstu 2 dagana.
Rory skilaði sér í hús á hring upp á 2 undir pari, 70 höggum og er því samtals á 11 undir pari og á toppnum, meðan að aumingja Tiger strögglaði frá teig að flöt og var á 1 yfir pari 73 höggum í dag.
Einn í 2. sæti er Bruce Koepka, sem átti hreint frábæran hring upp á 7 undir pari, 65 högg.
Nokkrir þekktir komust ekki í gegnum niðurskurð þ.á.m. Ernie Els, Miguel Angel Jimenez og kannski eins og viðbúið var áhugamaðurinn Javier Ballesteros, sem spilaði í boði mótshaldara, en engu að síður unun að sjá Ballesteros nafnið á skortöflunni og vonandi að hann feti í fótspor föður síns eftir laganámið! Javier stóð sig vel miðað við litlar æfingar, lék á samtals 1 yfir pari, 145 höggum (74 71). Niðurskurðurinn var miðaður við 2 undir pari og því munaði aðeins 3 höggum að Ballesteros kæmist áfram!
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
