Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2014 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Krista Bakker (12/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.

Það voru 4 stúlkur sem deildu 19. sætinu (voru jafnar í 19.-22. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals slétt par, 360 högg:     Fiona PuvoKrista Bakker, Julie Tvede  og Elina Nummenpaa.

Finnski kylfingurinn Elina Nummenpaa og danski kylfingurinn Julie Tvede hafa þegar verið kynntar en í dag verður sá kylfingur kynntur sem varð í 20. sæti þ.e. finnski kylfingurinn Krista Bakker.  Krista lék á samtals sléttu pari eins og segir 360 höggum (74 70 71 75 70).

Krista Bakker er fædd Aðfangadag 1993 í Espoo, Finnlandi og er því 20 ára. Fyrir utan golfið eru helstu áhugamál hennar að fara að skokka, vera í ræktinni og vera í jóga. Krista gerðist atvinnumaður í golfi í þessum mánuði (janúar 2014).

Krista er fremur lágvaxin og fínleg,  1,63 m á hæð ljóshærð með græn augu.  Þjálfari hennar hefir alla tíð verið pabbi hennar.  Áhugamannsferill hennar er flottur en hún varð m.a. í 4. sæti á  World Amateur Team Championship í Tyrklandi 2012 og í 3. sæti á European Amateur Championsip, 2013. Eins og fram kemur í neðangreindu viðtali við Kristu hefir hún oft verið við æfingar með finnska landsliðinu á Costa Ballena og þar náði hún m.a. lægsta hring ferils síns til þessa 64 högg á æfingahring.

Þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í Q-school LET og er strax komin á Evrópumótaröð kvenna.

Sjá má nýlegt viðtal fréttafulltrúa LET við Bakker með því að SMELLA HÉR: